Sport

Ástralía heimsmeistari í pílu

Árni Jóhannsson skrifar
Whitlock og Heta með bikarinn fyrir að verða Heimsmeistarar
Whitlock og Heta með bikarinn fyrir að verða Heimsmeistarar pdc.tv

Ástralir gerðu sér lítið fyrir og unnu heimsmeistaratitil liða í pílu fyrr í kvöld. Þeir Simon Whitlock og Damon Heta lögðu lið Wales í úrslitum 3-1 en mótið var haldið í Eissporthalle í Frankfurt.

Lið Wales, sem skipað var Gerwyn Price og Johnny Clayton, náði sér aldrei á strik í dag og þeir áströlsku létu ekki bjóða sér það tvisvar og kláruðu leikinn 3-1 en þeir fengu tækifæri á því að koma leiknum í oddasett en Heta gerði vel í því að ljúka loka settinu og þar með einvíginu í einliðaleik við Johnny Clayton. 

Ástralía hafði áður komist í úrslit heimsmeistararmótsins en það gerðist árið 2012 þar sem lþeir lutu í gras fyrir Englandi á hjartabrjótandi máta. Þetta var fyrsti heimsmeistaratitill Ástralíu og þeir voru vel að því komnir en á leið sinni í úrslit slógu þeir út Belga sem metnir eru sem fjórða besta pílulandslið heims og í undanúrslitum lögðu Ástralarnir Englendinga sem eru í fyrsta sæti heimslistans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×