Fleiri fréttir

Spilaði sárþjáð þrátt fyrir varnaðarorð þjálfara sinna
Emma Raducanu féll úr leik í 2. umferð Opna ástralska meistaramótsins eftir tap fyrir Dönku Kovinic. Nokkrir í þjálfara- og starfsliði Raducanus vildu að hún drægi sig úr leik vegna blaðra sem hún var með á höndunum.

Rosaleg dramatík en Spánverjar fyrstir í undanúrslitin á EM
Rússar klúðruðu víti á síðustu sekúndu í eins marks tapi gegn Spáni, 26-25, í milliriðli tvö á Evrópumótinu í handbolta í dag.

Mátti ekki spila, mátti svo spila, mátti svo ekki spila en mátti loks spila
Segja má að sóttvarnamál séu í ólestri á Evrópumótinu í handbolta í Ungverjalandi og Slóvakíu, þar sem kórónuveirusmitum fjölgar stöðugt. Það hvernig haldið er utan um sóttvarnamál hefur sennilega bitnað verst á David Mandic, hornamanni Króatíu.

Hetja Dana: Þurftum að grafa upp myndbönd af Íslendingunum
Kevin Møller átti frábæran leik þegar Danmörk sigraði Ísland, 28-24, í milliriðli I á EM í handbolta í gær. Hann segir að undirbúningurinn fyrir leikinn hafi riðlast eftir að lykilmenn íslenska liðsins heltust úr lestinni, hver á fætur öðrum.

Þjálfarinn smitaðist fyrir leikinn við Ísland á morgun
Frakkar verða án landsliðsþjálfarans Guillaume Gille þegar þeir mæta Íslendingum á morgun á Evrópumótinu í handbolta.

Einar Örn smitaður og lýsir næstu leikjum af hótelherberginu
Íþróttafréttamaðurinn Einar Örn Jónsson er líklega kominn í hóp covid-smitaðra í Ungverjalandi en hann greindist jákvæður á hraðprófi í morgun. Hann spyr þó að leikslokum og segir að talsvert sé um að hraðprófin gefi falskar niðurstöður.

Ætla ekki að blása EM af en halda krísufundi á hverjum degi
Framkvæmdastjóri handknattleikssambands Evrópu, EHF, segir ekki standa til að blása Evrópumótið af þrátt fyrir að yfir 60 leikmenn hafi farið í einangrun vegna kórónuveirusmits.

Björgvin Páll ósáttur: „Þetta er EM til skammar“
Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, vandar mótshöldurum á EM ekki kveðjurnar í færslu á Twitter.

„Þetta gerir náttúrulega mótið erfitt og liggur við ómarktækt til lengdar“
Framkvæmdastjóri HSÍ segir ljóst að sóttvarnir hafi ekki verið í hávegum hafðar í Ungverjalandi þar sem Evrópumótið í handbolta fer fram en sex leikmenn íslenska liðsins og sjúkraþjálfari hafa nú greinst smitaðir. Búið er að herða sóttvarnir hjá liðinu og vonir bundnar við að fleiri greinist ekki smitaðir á næstu dögum. Framkvæmdastjóri HSÍ telur engar líkur á því að mótinu verði frestað.

Sjúkraþjálfarinn líka kominn með Covid
Eins og við mátti búast komu því miður fleiri slæm tíðindi er herbúðum strákanna okkar í dag.

Greindist smitaður eftir leikinn við Ísland
Danski landsliðsmaðurinn Hans Lindberg, sem reyndar á íslenska foreldra, hefur greinst með kórónuveirusmit eftir leikinn við Ísland á EM í handbolta í gærkvöld.

Fulltrúar Íslands á Vetrarólympíuleikunum í Peking
Nú er orðið ljóst hvaða fimm Íslendingar keppa á Vetrarólympíuleikunum í Peking í næsta mánuði. Þrír þeirra keppa í skíðagöngu og tveir í alpagreinum.

Leiknir að fá danskan markakóng
Leiknismenn virðast vera að landa miklum liðsstyrk fyrir komandi keppnistímabil í fótboltanum.

Erlingur lét þjálfarann spila á EM
Erlingur Richardsson nýtti krafta markmannsþjálfara síns í leik Hollands á Evrópumótinu í handbolta í gær, og sá gæti spilað enn meira í næstu leikjum þrátt fyrir að hafa lagt skóna á hilluna fyrir tveimur árum.

Neitaði að taka við bolta frá áhorfendum á leik Íslands og Danmerkur
Danir óttast mjög að kórónuveirusmit fari að greinast í landsliðshópi þeirra á EM í handbolta. Engin smit voru í hópnum fyrir leikinn við Ísland sem var án sex leikmanna sem höfðu greinst með veiruna.

Þrír fyrrum heimsklassa leikmenn sagðir vera á stjóralista Everton
Everton er sagt í enskum miðlum vera með þrjá menn á lista yfir þá sem forráðamenn félagsins vilja ræða við um að taka við framtíðarstjórastöðu félagsins.

Rifjuðu upp fautabrögð: Setti fingurinn þangað sem sólin skín ekki
Hinar dökku hliðar handboltans voru meðal þess sem var til umræðu í EM-hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. Þeir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson rifjuðu upp ansi vafasamt bragð sem einn mótherji þeirra greip til.

Sjáðu Kristian Nökkva skora aftur fyrir aðallið Ajax í gær
Íslenski unglingalandsliðsmaðurinn Kristian Nökkvi Hlynsson kom aftur inn á sem varamaður hjá aðalliði Ajax og skoraði þegar hann fékk aftur tækifæri í gær.

EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar: Mjög raunhæft að mótið verði flautað af
Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson taka undir gagnrýni Guðmundar Guðmundssonar og leikmanna íslenska landsliðsins á sóttvarnir á EM í handbolta og segja aðstæður óviðunandi.

Besta CrossFit fólk heims synti í vatni á heimsleikunum sem var fullt af E. coli
Það eru sláandi fréttir sem koma frá Bandaríkjunum þar sem forráðamenn heimsleikana í CrossFit létu keppendur á heimsleikunum keppa í vatni sem heilbrigðisyfirvöld í Madison höfðu varað við.

Sagði Alexander-Arnold stórkostlegan og líkti honum við Beckham
Paul Merson, sparkspekingur á Sky Sports, jós Trent Alexander-Arnold lofi eftir 0-2 sigur Liverpool á Arsenal og líkti honum við David Beckham.

Voru ekki með fjóra bestu mennina sína en unnu samt Golden State
Verulega vængbrotið lið Indiana Pacers vann óvæntan sigur á Golden State Warriors, 117-121, eftir framlengingu í NBA-deildinni í nótt.

Alexander-Arnold um Jota: Hann er leikmaður í heimsklassa
Trent Alexander-Arnold, bakvörður Liverpool, var eðlilega sáttur með 2-0 sigur sinna manna gegn Arsenal sem skilaði liðinu í úrslitaleik enska deildarbikarsins í gærkvöldi. Diogo Jota skoraði bæði mörk Liverpool, og bakvörðurinn segir að liðsfélagi sinn sé í heimsklassa.

Dagskráin í dag: Subway-deildin, Ljósleiðaradeildin og golf
Það er nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag og í kvöld, en alls eru sjö beinar útsendingar á dagskrá á þessum fína föstudegi.

Athletic Bilbao sló meistarana út í framlengingu
Atletic Bilbao gerði sér lítið fyrir og sló ríkjandi bikarmeistara Barcelona úr leik í spænsku bikarkeppninni Copa del Rey í kvöld með 3-2 sigri í framlengingu og er því á leið í átta liða úrslit.

Skýrsla Henrys: Risahjarta í þessum drengjum
Eftir allt sem á undan var gengið áttu líklega margir von á því að íslenska liðið yrði eins og lömb leidd til slátrunar gegn Dönum í kvöld. Það varð alls ekki raunin.

NFL sektaði þjálfara meistaranna fyrir að slá sinn eigin leikmann
Bruce Arians, þjálfari ríkjandi NFL-meistara Tampa Bay Buccaneers, var sektaður í vikunni en það var þó ekki fyrir að rífast við eða gagnrýna dómara.

„Við erum flottur hópur og mér fannst við bara komast nokkuð vel frá þessu í dag“
Daníel Þór Ingason átti fína innkomu inn í íslenska landsliðið þegar bregðast þurfti við sex kórónuveirusmittilfellum í landsliðshópnum á EM, fyrir leikinn við Danmörku í kvöld.

Ómar Ingi: Trúðum því í alvörunni að við myndum vinna
Ómar Ingi Magnússon var eðlilega svekktur með tap íslenska landsliðsins gegn Danmörku í fyrsta leik milliriðilsins á EM í kvöld. Hann segir að það hafi verið erfitt fyrir hópinn að koma sér í gang fyrir leikinn en að liðið hafi haft raunverulega trú á því að vinna heimsmeistarana í kvöld.

„Ósanngjarnt að við lendum í þessu“
„Þetta er búin að vera rússíbanareið og eiginlega sjokk. Vonbrigði. Þó að það sé ekki hægt að segja slíkt þá finnst manni líka ósanngjarnt að við lendum í þessu,“ segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari um síðastliðinn sólarhring og smitin sex sem greinst hafa í hans leikmannahópi.

FIFA takmarkar fjölda lánssamninga
Á næstu árum mun Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA takmarka þann fjölda leikmanna sem félög mega lána eða fá á láni frá félögum í öðrum löndum.

Elvar: Alls konar tilfinningar í allan dag
Elvar Ásgeirsson fékk heldur betur eldskírn í dag þegar hann spilaði sinn fyrsta A-landsleik í handbolta, gegn sjálfum heimsmeisturum Danmerkur á EM, og komst vel frá sínu.

Einkunnir á móti Danmörku: Ómar Ingi bestur en margir kjúklingar stóðust prófið
Margi reynslulitlir leikmenn fengu mikla ábyrgð á móti Dönum í kvöld og flestir þeirra voru að spila fleiri mínútur en þeir höfðu gert í fyrstu þremur leikjunum samanlagt. Forföll lykilmanna breyttu mjög miklu fyrir Ísland á þessu EM en frammistaðan sýndi að öll von er ekki úti enn.

Þórir byrjaði er Lecce féll úr leik í ítalska bikarnum
Þórir Jóhann Helgason var í byrjunarliði Lecce er liðið heimsótti Roma í 16-liða úrslitum ítölsku bikarkeppninnar í kvöld. Lokatölur urðu 3-1, Roma í vil, og því eru Þórir og félagar úr leik.

Liverpool á leið í úrslit eftir sigur gegn Arsenal
Liverpool vann 2-0 sigur er liðið heimsótti Arsenal í síðari undanúrslitaleik liðanna í enska deildarbikarnum í kvöld.

Tölfræðin á móti Danmörku: Sex opnuðu markareikning sinn á þessu Evrópumóti
Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason fóru fyrri sóknarleik íslenska liðsins en fullt af nýjum andlitum stimpluðu sig inn í mótið.

Umfjöllun: Danmörk - Ísland 28-24 | Aðdáunarverð frammistaða gegn heimsmeisturunum
Ísland tapaði fyrir heimsmeisturum Danmerkur, 28-24, í fyrsta leik sínum í milliriðli I á Evrópumótinu í handbolta í kvöld.

Norðmenn völtuðu yfir Pólverja
Noregur vann afar sannfærandi ellefu marka sigur er liðið mætti Póllandi á EM í handbolta í kvöld, 42-31.

„Við þurfum að geta slegist í 40 mínútur“
Dúi Þór Jónsson, leikmaður Þór Akureyri, var svekktur með 35 stiga tap gegn Njarðvík í kvöld. Dúi var sérstaklega óánægður með síðari hálfleikinn hjá sínum mönnum, en það munaði bara fimm stigum á liðunum í hálfleik.

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Þór Ak. 97-62 | Njarðvíkingar fóru illa með botnliðið
Njarðvík vann afar sannfærandi 35 stiga sigur er liðið fékk botnlið Þórs frá Akureyri í heimsókn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 97-62.

Tíu Madrídingar snéru leiknum við í framlengingu
Real Madrid vann 2-1 endurkomusigur í framlengdum leik er liðið heimsótti Elche í 16-liða úrslitum spænsku bikarkeppninnar Copa del Rey í kvöld, þrátt fyrir að vera manni færri stóran hluta framlengingarinnar.

Jón Daði semur við Bolton
Jón Daði Böðvarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur skrifað undir samning við enska C-deildarliðið Bolton Wanderers.

Lærisveinar Alfreðs og Erlings töpuðu stórt
Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu í handbolta máttu sætta sig við sex marka tap gegn Evrópumeisturum Spánar, 29-23. Á sama tíma töpuðu Hollendingar undir stjórn Erlings Richardssonar gegn Frökkum, 34-24.

Fílabeinsströndin sló Afríkumeistarana úr leik | Kwame Quee sá rautt í tapi
Ríkjandi Afríkumeistarar Alsír eru ú leik á Afríkumótinu í fótbolta eftir 3-1 tap gegn Fílabeinsströndinni í dag. Þá tryggði Miðbaugs-Gínea sér einnig sæti í 16-liða úrslitum með 1-0 sigri gegn Síerra Leóne þar sem Víkingurinn Kwame Quee sá rautt á lokamínútunum.

Þriðja íslenska félagið á þremur árum hjá Tiffany
Þór/KA heldur áfram að styrkja sig fyrir komandi Íslandsmót í knattspyrnu kvenna og í dag kynnti liðið bandaríska framherjanna Tiffany Janea McCarty.