Körfubolti

Voru ekki með fjóra bestu mennina sína en unnu samt Golden State

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Nýliðinn Keifer Sykes var hetja Indiana Pacers gegn Golden State Warriors.
Nýliðinn Keifer Sykes var hetja Indiana Pacers gegn Golden State Warriors. getty/Thearon W. Henderson

Verulega vængbrotið lið Indiana Pacers vann óvæntan sigur á Golden State Warriors, 117-121, eftir framlengingu í NBA-deildinni í nótt.

Þrátt fyrir að vera án Domantas Sabonis, Myles Turner, Caris LeVert og Malcolm Brogdon knúði Indiana fram sigur á einu besta liði deildarinnar í vetur. Chris Duarte skoraði 27 stig fyrir Indiana en hetja liðsins var nýliðinn Keifer Sykes sem skoraði fimm af síðustu sex stigum þess.

Stephen Curry skoraði 39 stig fyrir Golden State og gaf átta stoðsendingar. Liðinu hefur aðeins fatast flugið eftir frábært gengi framan af tímabilinu.

Phoenix Suns nýtti sér tap Golden State og jók forskot sitt á toppi Vesturdeildarinnar með sigri á Dallas Mavericks á útivelli, 101-109. Þetta var fimmti sigur Phoenix í röð.

Devin Booker skoraði 28 stig fyrir Phoenix og Chris Paul var með tuttugu stig og ellefu stoðsendingar. Luka Doncic skoraði 28 stig fyrir Dallas, tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar.

Þá bar New Orleans Pelicans sigurorð af New York Knicks, 91-102. Sex leikmenn New Orleans skoruðu ellefu stig eða meira í leiknum. Jonas Valaciunas var þeirra stigahæstur með átján stig.

Úrslitin í nótt

  • Golden State 117-121 Indiana
  • Dallas 101-109 Phoenix
  • NY Knicks 91-102 New Orleans

NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.