Besta CrossFit fólk heims synti í vatni á heimsleikunum sem var fullt af E. coli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2022 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir sést hér synda í umræddu vatni á Ólympíuleikunum en hún náði að lokum þriðja sæti á heimsleikunum. Skjámynd/Youtube Það eru sláandi fréttir sem koma frá Bandaríkjunum þar sem forráðamenn heimsleikana í CrossFit létu keppendur á heimsleikunum keppa í vatni sem heilbrigðisyfirvöld í Madison höfðu varað við. Morning Chalk Up fjallaði um þetta mál hjá sér en þeir komust yfir upplýsingar frá starfsmönnum hjá heilbrigðiseftirliti Madison & Dane sýslu. Vandamálið var Monona vatnið þar sem keppendur syntu í fyrstu grein heimsleikanna í ágúst í fyrra. Keppendur þurftu fyrsta að synda 1,6 kílómetra í vatninu og fara síðan 4,8 kílómetra á vatinu á kajak. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Rétt fyrir heimsleikanna þá varaði heilbrigðiseftirliðið ítrekað við því að vatnið innihéldi E. coli bakteríur yfir öllum hámörkum. Vatnið var svo skítugt að það þótti ástæða til að vara starfsmenn heimsleikanna við. Escherichia coli er baktería sem finnst gjarnan í þörmum manna og dýra. Margir stofnar tegundarinnar geta valdið matareitrun og telst hún til tækifærissýkla. Íþróttafólk og þjálfarar segja að það sé vel þekkt að íþróttafólk veikist eftir sund í vatninu. Íslenska CrossFit stjarnan Björgvin Karl Guðmundsson hafði allan varann á og Morning Chalk Up sagði að hann hefði tekið inn efni til að vinna gegn mögulegri sýkingu strax eftir sundið. Í viðtali við The Sevan Podcast sagðist Björgvin Karl trúa því að það væri eina ástæðan fyrir því að hann hefði ekki veikst. Björgvin Karl varð í sjötta sæti í greininni en hann kláraði hana á rúmri 71 mínútu. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð þrettánda á rúmum 74 mínútum og Anníe Mist Þórisdóttir varð átjánda á rúmum 76 mínútum. Þuríður Erla Helgadóttir kláraði síðan á rúmum 77 mínútum og varð í 25. sæti. Kanadíski keppandinn Samuel Cournoyer sagðist hafa leitað sér læknishjálpar eftir sundið og þar komst læknaliðið af því að hann þjáðist af E. coli sýkingu. Það voru fleiri keppendur sem veiktust og einn þurfti næringu í æð eftir slæma matareitrun. Hin kanadíska Emily Rolfe ældi alla nóttina eftir keppnina og þurfti að leita sér læknisaðstoðar daginn eftir. Þetta var fyrsta greinin á mjög erfiðri helgi og það er ótrúlegt að CrossFit samtökin hafi tekið slíka áhættu með heilsu keppenda. Morning Chalk Up leitaði eftir viðbrögðum frá CrossFit samtökunum en fólk þar á bæ vildu ekki tjá sig á þessum tímapunkti. CrossFit Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sjá meira
Morning Chalk Up fjallaði um þetta mál hjá sér en þeir komust yfir upplýsingar frá starfsmönnum hjá heilbrigðiseftirliti Madison & Dane sýslu. Vandamálið var Monona vatnið þar sem keppendur syntu í fyrstu grein heimsleikanna í ágúst í fyrra. Keppendur þurftu fyrsta að synda 1,6 kílómetra í vatninu og fara síðan 4,8 kílómetra á vatinu á kajak. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Rétt fyrir heimsleikanna þá varaði heilbrigðiseftirliðið ítrekað við því að vatnið innihéldi E. coli bakteríur yfir öllum hámörkum. Vatnið var svo skítugt að það þótti ástæða til að vara starfsmenn heimsleikanna við. Escherichia coli er baktería sem finnst gjarnan í þörmum manna og dýra. Margir stofnar tegundarinnar geta valdið matareitrun og telst hún til tækifærissýkla. Íþróttafólk og þjálfarar segja að það sé vel þekkt að íþróttafólk veikist eftir sund í vatninu. Íslenska CrossFit stjarnan Björgvin Karl Guðmundsson hafði allan varann á og Morning Chalk Up sagði að hann hefði tekið inn efni til að vinna gegn mögulegri sýkingu strax eftir sundið. Í viðtali við The Sevan Podcast sagðist Björgvin Karl trúa því að það væri eina ástæðan fyrir því að hann hefði ekki veikst. Björgvin Karl varð í sjötta sæti í greininni en hann kláraði hana á rúmri 71 mínútu. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð þrettánda á rúmum 74 mínútum og Anníe Mist Þórisdóttir varð átjánda á rúmum 76 mínútum. Þuríður Erla Helgadóttir kláraði síðan á rúmum 77 mínútum og varð í 25. sæti. Kanadíski keppandinn Samuel Cournoyer sagðist hafa leitað sér læknishjálpar eftir sundið og þar komst læknaliðið af því að hann þjáðist af E. coli sýkingu. Það voru fleiri keppendur sem veiktust og einn þurfti næringu í æð eftir slæma matareitrun. Hin kanadíska Emily Rolfe ældi alla nóttina eftir keppnina og þurfti að leita sér læknisaðstoðar daginn eftir. Þetta var fyrsta greinin á mjög erfiðri helgi og það er ótrúlegt að CrossFit samtökin hafi tekið slíka áhættu með heilsu keppenda. Morning Chalk Up leitaði eftir viðbrögðum frá CrossFit samtökunum en fólk þar á bæ vildu ekki tjá sig á þessum tímapunkti.
CrossFit Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sjá meira