Fleiri fréttir

Slagorð ferðarinnar er „ekkert kjaftæði!“

Það er óhætt að segja að stemmningin hafi verið mjög góð í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli í morgun þegar spenntir stuðningsmenn íslenska landsliðsins nálguðust draumaferðina sína. Karlalandsliðið í handbolta leikur gegn Dönum í milliriðli EM í kvöld og 77 stuðningsmenn fóru með flugvél utan nú um klukkan ellefu.

Íslensku dómararnir úr leik á EM vegna smits

Kórónuveiran hefur ekki aðeins hrellt íslenska landsliðsmenn á Evrópumótinu í handbolta, því íslenska dómaraparið á mótinu hefur einnig stimplað sig út vegna smits.

Aron og Bjarki líka með Covid

Strákarnir okkar fengu annan skell í morgun þegar í ljós kom að Aron Pálmarsson og Bjarki Már Elísson séu með Covid. Fimm leikmenn liðsins eru því orðnir smitaðir.

Cecilía lánuð til Bayern München

Þýskalandsmeistarar Bayern München hafa fengið íslenska landsliðsmarkvörðinn Cecilíu Rán Rúnarsdóttur á láni frá Everton.

Heimsmeistarinn í CrossFit tryggði sér sæti á ÓL

Tia-Clair Toomey verður fyrsta virka CrossFit konan í sögunni til að keppa á bæði sumar- og vetrarólympíuleikunum. Hún verður meðal keppenda á Ólympíuleikunum í Peking í næsta mánuði.

Farbannið yfir Gylfa Þór fram­lengt til 17. apríl

Farbann yfir Gylfa Þór Sigurðssyni knattspyrnumanni hefur verið framlengt til 17. apríl næstkomandi. Gylfi Þór er til rannsóknar hjá lögreglu í Manchester vegna gruns um að hann hafi brotið kynferðislega á ungmenni. Þetta staðfestir lögreglan í Manchester í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. 

Táningur bannaður fyrir lífs­tíð

Enska knattspyrnufélagið Wycombe Wanderers hefur sett 18 ára gamlan einstakling í lífstíðarbann eftir að hann réðst inn á völlinn er leikur Wycombe og Oxford United fór fram á laugardaginn var.

Bergwijn kom Totten­ham til bjargar

Varamaðurinn Steven Bergwijn kom Tottenham Hotspur til bjargar í 3-2 sigrinum gegn Leicester City í kvöld. Bergwijn skoraði tvívegis í uppbótartíma og sá til þess að Spurs fór heim til Lundúna með stigin þrjú.

Fram fór illa með botnliðið

Fram og Afturelding mættust í eina leik kvöldsins í Olís-deild kvenna í handbolta. Heimakonur unnu sannkallaðan stórsigur en leiknum lauk með sextán marka sigri Fram, lokatölur 38-22.

Sú besta tryggði Barcelona í úrslit Ofur­bikarsins

Barcelona vann Real Madríd 1-0 í fyrri undanúrslitaleik spænska Ofurbikarsins í knattspyrnu í kvöld. Það var við hæfi að besta knattspyrnukona heims, Alexia Putellas, hafi skorað sigurmarkið en það lét svo sannarlega á sér standa.

Þrír smitaðir í íslenska liðinu

Það berast ekki góð tíðindi úr herbúðum strákanna okkar kvöldið fyrir fyrsta leik í milliriðli. Þrír leikmenn liðsins eru komnir með Covid.

Valencia kom til baka og landaði sigri í Grikk­landi

Martin Hermannsson og félagar í Valencia komu til baka gegn Promitheas í Evrópubikarnum í körfubolta í kvöld. Valencia var fimm stigum undir fyrir síðasta fjórðung en sneri taflinu sér í hag og vann leikinn með þriggja stiga mun, 71-68.

Einskis að vænta í máli Gylfa í dag

Líklegt er að engar nýjar upplýsingar muni berast í máli Gylfa Þórs Sigurðssonar knattspyrnumanns, sem er til rannsóknar hjá lögreglunni í Manchester grunaður um kynferðisbrot gegn ungmenni, í dag. 

Sveinar Erlings „reru“ sér vart fyrir kæti

Hollendingar komust með dramatískum hætti áfram með Íslendingum í milliriðlakeppnina á EM í handbolta í gær, í fyrsta sinn í sögunni, og fögnuður þeirra var ósvikin.

Hörður Ingi til Sogndal

Hörður Ingi Gunnarsson er genginn í raðir norska B-deildarliðsins Sogndal frá FH. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Sogndal.

Sjá næstu 50 fréttir