Handbolti

Sigvaldi: Erum að spila geggjaðan handbolta

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sigvaldi er ein af stjörnum mótsins til þessa.
Sigvaldi er ein af stjörnum mótsins til þessa. vísir/getty

„Mönnum líður mjög vel og hlakka til að mæta Dönum. Það er spenningur,“ segir Sigvaldi Björn Guðjónsson sem hefur farið á kostum á EM.

„Það er alltaf gaman að spila á móti Danmörku og við eigum góðar minningar frá síðasta leik. Við ætlum að gera okkar besta,“ segir Sigvaldi og veit sem er að danska þjóðin vill fá hefnd í þessum leik í kvöld.

„Þetta verða mikil læti. Bæði lið eru vel stemmd. Við viljum spila okkar handbolta áfram. Við erum í góðu flæði og sérstaklega í sókninni þar sem við erum að spila geggjaðan handbolta.“

Sigvaldi hefur einmitt verið í miklu flæði og ekkert stöðvað hann hingað til.

„Það er búið að vera mjög gaman og gott að fá að spila 60 mínútur. Tala nú ekki um þegar skrokkurinn er góður. Vonandi heldur þetta áfram.“

Klippa: Sigvaldi segir liðið vera í góðu flæðiFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.