Fleiri fréttir

Stefnir á að finna sér nýtt lið í janúar

Jón Daði Böðvarsson hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Hann fær ekkert að spila með liði sínu Millwall og missti í kjölfarið sæti sitt í íslenska landsliðinu. Jón Daði var valinn fyrir komandi verkefni landsliðsins í Tyrklandi og fór yfir stöðu mála á samfélagsmiðlum sambandsins í dag.

Sout­hampton fór létt með Brent­ford

Nýliðar Brentford máttu þola slæmt tap er þeir heimsóttu Dýrlingana í Southampton í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 4-1 Southampton í vil.

Gaf góðri vin­konu sæti sitt á Ólympíu­leikunum

Bandaríski skautahlauparinn Brittany Bowe er einkar gjafmild ef marka má nýjustu fréttir Vestanhafs. Hún gaf vinkonu sinni, Erin Jackson, sæti sitt á Ólympíuleikunum eftir að Jackson datt til jarðar í úrtökumóti fyrir leikana og náði þar af leiðandi ekki að vinna sér inn sæti á leikunum sem fram fara í Peking frá 4. til 20. febrúar næstkomandi.

Stað­festir að Albert fari í sumar

Yfirmaður knattspyrnumála hjá AZ Alkmaar hefur staðfest að landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson muni yfirgefa félagið á frjálsri sölu í sumar.

I­heanacho hetjan gegn Egyptum

Kelechi Iheanacho reyndist hetja Nígeríu gegn Egyptalandi en hann skoraði eina mark leiksins er þjóðirnar mættust í D-riðli Afríkukeppninnar í dag.

Hilmar Snær á sögulegt HM

Hilmar Snær Örvarsson verður eini fulltrúi Íslands á heimsmeistaramóti fatlaðra í skíðaíþróttum sem sett verður í Lillehammer í Noregi á morgun.

Finnskur formaður til Keflavíkur

Finnski miðvörðurinn Dani Hatakka er genginn til liðs við Keflvíkinga. Þessi 27 ára gamli leikmaður kemur frá Honka í heimalandinu.

Grétar Rafn ráðinn til KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands hefur ráðið Grétar Rafn Steinsson sem tæknilegan ráðgjafa knattspyrnusviðs. Ráðningin er til sex mánaða.

Rangnick veit ekki af hverju Rashford er í þessum vandræðum

Marcus Rashford átti ekki góðan leik með Manchester United og hefur ekki verið líkur sjálfum sér á þessu tímabili. Knattspyrnustjórinn Ralf Rangnick var spurður út í vandræði enska landsliðsframherjans eftir 10 sigur á Aston Villa í enska bikarnum í gær.

Annað smit hjá liði Erlings

Florent Bourget, leikmaður hollenska handboltalandsliðsins, hefur greinst með kórónuveiruna. Holland er með Íslandi í riðli á EM 2022 og þjálfari liðsins er Eyjamaðurinn Erlingur Richardsson.

Kyrie Irving með en Brooklyn Nets tapaði

Brooklyn Nets var að spila á útivelli í NBA-deildinni í nótt og þessa vegna óbólusetta stórstjarnan Kyrie Irving spilað með liðinu. Það dugði þó ekki til í nótt.

Baldur: Allt Sauðárkrókssamfélagið þarf bara að halda haus

Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var fyrst og fremst ánægður með að lið hans væri aftur farið að spila körfubolta eftir 25 daga frí vegna covid-smita innan liðsins eftir að lið hans hafði sigur á Þór Akureyri, 91-103, í Höllinni á Akureyri í kvöld. Leikurinn var jafn framan af en Stólarnir settu í fluggírinn í fjórða leikhluta og kláruðu leikinn fagmannlega.

Sjá næstu 50 fréttir