Handbolti

Þýskaland og Brasilía af öryggi í átta liða úrslit HM

Sindri Sverrisson skrifar
Emily Bolk skoraði átta mörk úr níu skotum í dag.
Emily Bolk skoraði átta mörk úr níu skotum í dag. Getty

Þýskaland tryggði sér í dag sæti í 8-liða úrslitum HM kvenna í handbolta á Spáni þrátt fyrir að enn sé ein umferð eftir af milliriðlum. Liðið vann Suður-Kóreu 37-28.

Þýskaland er með fullt hús stiga eftir fjóra leiki í milliriðli þrjú, rétt eins og Brasilía sem vann 24-19 sigur í suður-amerískum slag við Argentínu í milliriðli fjögur í dag.

Brasilía og Þýskaland eru þar með fyrstu liðin til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitunum og líklegt verður að teljast að Danmörk fylgi Þýskalandi áfram, og að Spánn fylgi Brasilíu.

Brasilía var 13-10 yfir í hálfleik gegn Argentínu í dag og vann að lokum fimm marka sigur. Patricia Matieli var markahæst hjá Brasilíu með 9 mörk og Jessica Ribeiro Quintino skoraði 5 mörk.

Í öruggum sigri Þýskalands skoruðu þær Alina Grijseels og Emily Bolk flest mörk eða 8 mörk hvor.

Leikið verður áfram í milliriðlum þrjú og fjögur í dag og lokaumferðin er á sunnudaginn. Átta liða úrslitin hefjast svo í Granollers 14. desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×