„Ég tek liðið fram yfir mig sjálfan“ Atli Arason skrifar 11. desember 2021 07:01 Calvin Burks, leikmaður Keflavíkur Bára Dröfn Calvin Burks, leikmaður Keflavíkur, hefur fengið gagnrýni á sig úr ýmsum áttum á þessu tímabili fyrir að setja ekki nógu mörg stig á töfluna. Það er að segja, ekki eins mikið og Kana ígildi er vant að gera í Subway-deildinni. Burks var spurður út í þessa gagnrýni eftir leik Keflavíkur og Tindastóls í gær. „Þeir mega halda áfram að segja það sem þeir vilja segja. Mitt markmið fyrir hvern leik er ekki að skora 30-40 stig. Ef það gerist þá er það í lagi en ég tek liðið fram yfir mig sjálfan, ég gef boltann frekar. Ef það er einhver liðsfélagi sem er opinn þá gef ég boltann. Ég er ekki sjálfselskur spilari, liðið mitt og þjálfarinn veit það. Liðsfélagarnir vilja kannski að ég skori meira en ég mun samt alltaf halda áfram að spila minn leik, ef sendingin er opin þá gef ég boltann,“ svaraði Calvin Burks, aðspurður út í gagnrýnisraddir. Burks var stigahæstur í liði Keflavíkur með 22 stig í níu stiga sigri Keflavíkur gegn Tindastól í gær, 93-84. „Þetta var góður leikur, manni leið svona smá eins og þetta væri leikur í úrslitakeppni. Við vissum að þetta myndi vera erfiður leikur en við vorum vel undirbúnir. Ég er glaður að við mættum vel til leiks“ „Góð byrjun á leiknum var lykilatriði. Þjálfarinn hefur verið að segja við okkur að við þurfum að byrja leikina vel en í síðustu leikjum höfum við verið að byrja leikina frekar hægt. Ef við byrjum af krafti og höldum þeim krafti uppi þá erum við í góðum málum.“ Keflvíkingar urðu fyrir áfalli í fjórða leikhluta þegar David Okeke, þeirra stigahæsti leikmaður til þessa, neyddist til að fara meiddur af velli. Meiðsli Okeke líta ekki vel út, en óttast er um að hann hafi slitið hásin. „Það lítur ekki vel út akkúrat núna en það er erfitt að segja eitthvað um það. Vonandi kemst hann sem fyrst í læknisskoðun og fær rétta meðhöndlun. Vonandi verður hann kominn aftur á völlinn sem fyrst.“ „Hann er stór hluti af okkar liði. Þetta er stór leikmaður sem getur eignað sér teiginn og það opnar mikið fyrir okkur hina. Hann er lykilmaður hjá okkur bæði í sókn og vörn,“ sagði Bruks um liðsfélaga sinn, David Okeke. Keflavík ÍF Subway-deild karla Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Sjá meira
„Þeir mega halda áfram að segja það sem þeir vilja segja. Mitt markmið fyrir hvern leik er ekki að skora 30-40 stig. Ef það gerist þá er það í lagi en ég tek liðið fram yfir mig sjálfan, ég gef boltann frekar. Ef það er einhver liðsfélagi sem er opinn þá gef ég boltann. Ég er ekki sjálfselskur spilari, liðið mitt og þjálfarinn veit það. Liðsfélagarnir vilja kannski að ég skori meira en ég mun samt alltaf halda áfram að spila minn leik, ef sendingin er opin þá gef ég boltann,“ svaraði Calvin Burks, aðspurður út í gagnrýnisraddir. Burks var stigahæstur í liði Keflavíkur með 22 stig í níu stiga sigri Keflavíkur gegn Tindastól í gær, 93-84. „Þetta var góður leikur, manni leið svona smá eins og þetta væri leikur í úrslitakeppni. Við vissum að þetta myndi vera erfiður leikur en við vorum vel undirbúnir. Ég er glaður að við mættum vel til leiks“ „Góð byrjun á leiknum var lykilatriði. Þjálfarinn hefur verið að segja við okkur að við þurfum að byrja leikina vel en í síðustu leikjum höfum við verið að byrja leikina frekar hægt. Ef við byrjum af krafti og höldum þeim krafti uppi þá erum við í góðum málum.“ Keflvíkingar urðu fyrir áfalli í fjórða leikhluta þegar David Okeke, þeirra stigahæsti leikmaður til þessa, neyddist til að fara meiddur af velli. Meiðsli Okeke líta ekki vel út, en óttast er um að hann hafi slitið hásin. „Það lítur ekki vel út akkúrat núna en það er erfitt að segja eitthvað um það. Vonandi kemst hann sem fyrst í læknisskoðun og fær rétta meðhöndlun. Vonandi verður hann kominn aftur á völlinn sem fyrst.“ „Hann er stór hluti af okkar liði. Þetta er stór leikmaður sem getur eignað sér teiginn og það opnar mikið fyrir okkur hina. Hann er lykilmaður hjá okkur bæði í sókn og vörn,“ sagði Bruks um liðsfélaga sinn, David Okeke.
Keflavík ÍF Subway-deild karla Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Sjá meira