Fleiri fréttir

Grétar Rafn hættur hjá Everton

Siglfirðingurinn Grétar Rafn Steinsson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, er hættur hjá Everton eftir að hafa starfað fyrir félagið frá árinu 2018.

Milos sagður hafna Rosenborg

Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings og Breiðabliks í fótbolta, hefur ákveðið að afþakka boð um að taka við norska stórveldinu Rosenborg.

Bauð ríkisstjórnina velkomna á heimaleik Íslands á Ítalíu

Íþróttahreyfingin hefur lengi kallað eftir nýjum þjóðarleikvöngum og í vetur er svo komið að íslenska karlalandsliðið í körfubolta neyðist til að spila leiki á útivelli sem fara áttu fram á Íslandi. Formaður KKÍ bauð ríkisstjórninni á „heimaleik“ á Ítalíu í febrúar, í Pallborðinu í gær.

Brendan Rodgers: „Ég veit ekki einu sinni hvaða keppni þetta er“

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester, var eðlilega ósáttur eftir 3-2 tap sinna manna gegn Napoli í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í gær. Tapið þýðir að liðið fer í útsláttakeppni Sambandsdeildarinnar í staðin fyrir Evrópudeildarinnar.

Öðrum leik Tottenham frestað vegna hópsmitsins

Tottenham Hotspur gat ekki tekið á móti Rennes í Sambandsdeild Evrópu í kvöld vegna fjölda kórónuveirusmita innan herbúða liðsins. Nú hefur enska úrvalsdeildin ákveðið að fresta leik liðsins gegn Brighton sem átti að fara fram næsta sunnudag.

Vitesse setti pressu á veika Tottenham-menn | Hákon lagði upp tvö

Nú er öllum leikjum kvöldsins lokið í lokaumferð riðlakeppninnar í Sambandsdeild Evrópu. Leikmenn Tottenham vita nú að þeir þurfa að vinna sinn leik eftir að Vitesse vann 3-1 sigur gegn NS Mura, en leik Tottenham og Rennes var frestað vegna fjölda kórónuveirusmita innan herbúða Lundúnaliðsins. Þá lagði Hákon Arnar Haraldsson upp bæði mörk FCK í 2-0 sigri gegn Slovan Bratislava.

Óvænt tap Kielce gegn botnliðinu

Pólska liðið Lomza Vive Kielce tapaði óvænt gegn botnliði Porto í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld. Kielce er enn á toppi riðilsins, en þetta var annað tap liðsins í keppninni í röð.

Stórsigur Frakka og risasigur Svía

Hinum tveim leikjum kvöldsins í milliriðlunum á Heimsmeistaramóti kvenna í handbolta er nú lokið. Frakkar unnu öruggan tíu marka sigur gegn Pólverjum, 26-16, og Svíar gjörsamlega kafsigldu Kasakstan og unnu 35 marka sigur, 55-20.

Naumur sigur Valsara gegn botnliðinu

Valsmenn unnu nauman fjögurra stiga sigur gegn botnliði Þórs frá Akureyri er liðin mættust fyrir norðan í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 75-79, en með sigrinum lyftu Valsmenn sér upp í annað sæti deildarinnar, í það minnsta tímabundið.

Albert og félagar enduðu riðlakeppnina á sigri

Alls er nú átta af 15 leikjum kvöldsins í lokaumferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu lokið. Albert Guðmundsson og félagar hans í AZ Alkmaar unnu 1-0 sigur gegn Randers og Alfons Sampsted og félagar hans í Bodø/Glimt gerðu 1-1 jafntefli gegn Zorya og misstu þar með af toppsæti C-riðils.

Skallagrímur dregur lið sitt úr keppni

Skallagrímur hefur ákveðið að draga lið sitt úr keppni í Subway-deild kvenna í körfubolta. Tilkynning þess efnis birtist á Facebook-síðu félagsins fyrr í kvöld.

Bayern á toppinn í D-riðli eftir stórsigur

Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn í hjarta varnarinnar er Bayern München vann 1-5 stórsigur gegn Häcken í D-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn af bekknum fyrir Bayern, en Diljá Ýr Zomers var ónotaður varmaður hjá Häcken.

Teitur skoraði fjögur er Flensburg lagði Veszprém

Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg unnu virkilega sterkan þriggja marka sigur gegn ungverska liðinu Telekom Veszprém, 30-27, er liðin mættust í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld.

Serbar snéru taflinu við og sóttu mikilvæg stig | Risasigur Noregs

Tveim leikjum var nú rétt í þessu að ljúka í milliriðlum Heimsmeistaramóts kvenna, en leikið var í fyrsta og öðrum riðli. Serbar néru taflinu við gegn Svartfjallalandi og unnu tveggja marka sigur, 27-25, og á sama tíma unnu Norðmenn vægast sagt öruggan sigur gegn Púertó Ríkó, 43-7.

Heimsmeistararnir björguðu sér fyrir horn

Heimsmeistarar Hollands sluppu heldur betur með skrekkinn þegar liðið vann Rúmeníu, 31-30, á HM í handbolta kvenna á Spáni. Rúmenar gerðu slæm mistök á lokamínútunni.

Óskar skiptir um félag í Svíþjóð

Óskar Sverrisson hefur skipt um félag í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta og skrifað undir samning til þriggja ára við Varbergs BoIS.

Sjá næstu 50 fréttir