Sport

Dagskráin í dag: Handbolti, fótbolti, körfubolti og golf

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Íslandsmeistarar KA/Þórs mæta Haukum í Hafnarfirði í kvöld.
Íslandsmeistarar KA/Þórs mæta Haukum í Hafnarfirði í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Það er heldur rólegt yfir sportinu á rásum Stöðvar 2 Sports í dag, en þrátt fyrir það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Dagurinn byrjar á hádegisleik í ensku 1. deildinni þar sem að Huddersfield tekur á móti Coventry klukkan 12:25 á Stöð 2 Sport 2.

Klukkan 14:50 hefst svo bein útsending úr Hafnarfirðinu þar sem Haukakonur taka á móti ríkjandi Íslandsmeisturum KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handbolta á Stöð 2 Sport.

Golfið tekur svo við klukkan 18:00 þegar bein útsending frá QBE Shark Shootout hefst á Stöð 2 Golf, en það er hluti af PGA-mótaröðinni.

Körfuboltinn lætur sig ekki vantam en klukkan 20:30 hefst útsending frá viðureign Los Angeles Clippers og Orlando Magic í NBA-deildinni á Stöð 2 Sport 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×