Fleiri fréttir

Öruggt hjá Totten­ham | Bam­ford hetja Leeds

Tottenham Hotspur vann þægilegan 3-0 sigur á botniliði Norwich City er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þá bjargaði Patrick Bamfordstigi fyrir Leeds United er liðið gerði 2-2 jafntefli við Brentford

Rekinn eftir fjóra mánuði í starfi

Þýska knattspyrnuliðið RB Leipzig hefur sagt Jesse Marsch upp störfum eftir einungis fjóra mánuði í starfi. Marsch, sem er Bandaríkjamaður, kom til liðsins í sumar eftir að hafa samið um kaup og kjör í apríl.

Bellingham kærður til lögreglu fyrir ummæli sín

Englendingurinn Jude Bellingham gæti verið kominn í enn frekari vandræði eftir að hafa gagnrýnt dómarann í leik Bayern Munchen og Borussia Dortmund heldur harðlega eftir leik. Bellingham gaf það í skyn að dómarinn væri með óhreint mjöl í pokahorninu.

Stjörnum prýddir pallar hjá syni Lebron James

Undir venjulegum kringumstæðum myndi menntaskólaleikur í bandaríkjunum alls ekki þykja fréttaefni en það er annað uppi á teningnum þegar kemur að syni Lebron James. Á leiknum hans í gær voru til að mynda mættir Lebron James, Carmelo Anthony og Chris Paul.

Körfuboltakvöld: Naskasti Njarðvíkingurinn

Kjartan Atli og teymið í kringum Subway Körfuboltakvöld hefur gaman að því að smíða nýja dagskrárliði. Þátturinn í gærkvöldi var engin undantekning og sérfræðingar þáttarins tóku þátt í spurningaleiknum Naskasti Njarðvíkingurinn.

NBA: Nautin ryðjast áfram

DeMar DeRozan, leikmaður Chicago Bulls, heldur áfram að stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum liðsins en hann átti enn einn frábæra leikinn í nótt.

Klopp: „Origi er goðsögn“

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega í skýjunum eftir 1-0 sigur sinna manna gegn Wolves í gær þar sem Divock Origi skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Hann segist vona að leikmaðurinn finni þjálfara sem gefur honum fleiri mínútur í framtíðinni.

Dagskráin í dag: Stútfullur sunnudagur

Sportrásir Stöðvar 2 bjóða upp á hvorki meira né minna en 15 beinar útsendingar á þessum fína sunnudegi og því ættu allir að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi.

Wijnaldum bjargaði stigi fyrir PSG

Georginio Wijnaldum var hetja Paris Saint-Germain er hann bjargaði stigi fyrir liðið með marki í uppbótartíma gegn Lens í frönsku úrvalsdeidlinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur 1-1, en þetta var annað jafntefli Parísarliðsins í röð í deildinni.

Daníel Guðni: Verðum að tengja saman fleiri góðar mínútur

„Einstaklingsframtak hjá EC Matthews og svo hélt vörnin þarna í lokin. Ég var virkilega ánægður með það,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur aðspurður hvað hefði skorið úr um það að þeir höfðu sigur gegn Stjörnunni í Subway-deildinni í kvöld.

Sjötti sigur Madrídinga í röð

Real Madrid vann sinn sjötta leik í röð í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta er liðið heimsótti Real Sociedasd í kvöld. lokatölur urðu 0-2, en Madrídingar hafa ekki tapað í deildinni síðan í byrjun október.

Spánverjar og Danir með örugga sigra

Nú er öllum átta leikjum kvöldsins á HM kvenna í handbolta lokið, en nú rétt í þessu lauk seinni fjórum leikjunum. Spánverjar og Danir unnu sína leiki örugglega með 15 mörkum, og á sama tíma vann Brasilía gegn Japan og Ungverjar gegn Tékkum.

Umfjöllun: Breiða­blik - Þór Ak. 122-94 | Stórsigur í botnslagnum

Breiðablik vann öruggan 28 stiga sigur, 122-94, er liðið tók á móti Þórsurum frá Akureyri í uppgjöri neðstu liða Subway-deildarinnar í kvöld. Breiðablik vann, með sigrinum í kvöld, sinn annan sigur í deildinni og eru því með fjögur stig en Þórsarar sitja eftir á botni deildarinnar og eru enn án stiga.

Teitur hafði betur í Íslendingaslag | Íslenskir sigrar í dönsku deildinni

Það voru Íslendingar í eldlínunni úti um alla Evrópu handboltanum í kvöld. Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg unnu fimm marka sigur gegn Arnóri Þór Gunnarssyni og félögum hans í Bergischer í þýsku deildinni, og Íslendingaliðin GOG og Álaborg unnu sigra í dönsku deildinni svo eitthvað sé nefnt.

Þýskaland og Suður-Kórea bæði með fullt hús stiga

Fjórum leikjum af þeim átta sem fara fram á HM kvenna í handbolta í kvöld er nú lokið. Þjóðverjar unnu öruggan 14 marka sigur gegn Slóvakíu og Suður-Kórea vann tveggja marka sigur gegn Túnis, en bæði lið hafa nú unnið fyrstu tvo leiki sína.

Karlaliðið fékk silfur

Íslenska karlaliðið fékk silfur á Evrópumótinu í hópfimleikum sem lauk í kvöld. Ógnarsterkir Svíar urðu Evrópumeistarar.

„Þetta er ólýsanleg tilfinning“

Kolbrún Þöll Þorradóttir brosti út að eyrum þegar hún mætti í viðtal með gullmedalíu um hálsinn og Evrópumeistarabikar í fanginu.

Stjörnukonur skelltu Íslandsmeisturunum

Stjörnukonur unnu öruggan sjö marka sigur gegn Íslandsmeisturum Þórs/KA er liðin mættust í Garðabænum í Olís-deild kvenna í handbolta í dag, 27-20.

„Loksins tókst þetta!“

Hekla Mist Valgeirsdóttir var að vonum í skýjunum eftir að Ísland varð Evrópumeistari í hópfimleikum.

Sterkur sigur Selfyssinga á Hlíðarenda

Selfyssingar unnu virkilega sterkan tveggja marka sigur er liðið heimsótti Val í Olís-deild karla í handbolta í dag. Lokatölur urðu 26-28, en tapið þýðir að Valsmönnum mistókst að nálgast topplið deildarinnar.

Börsungar misstigu sig gegn Real Betis

Real Betis tók stigin þrjú er liðið vann virkilega góðan 0-1 útisigur gegn Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Betis er nú sjö stigum fyror ofan Barcelona sem situr í sjöunda sæti deildarinnar.

Origi hetja Liverpool

Divock Origi var hetja Liverpool er liðið vann 1-0 útisigur á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Íslendingar Evrópumeistarar

Kvennalið Íslands vann til gullverðlauna á Evrópumótinu í hópfimleikum í Guimaeres í Portúgal í dag.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.