Handbolti

Fram hafði betur gegn Haukum í jöfnum leik

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Karen Knútsdóttir var markahæst í liði Fram með sex mörk.
Karen Knútsdóttir var markahæst í liði Fram með sex mörk. Vísir/Vilhelm

Fram vann nauman tveggja marka heimasigur er liðið tók á móti Haukum í Olís-deild kvenna í kvöld, 24-22.

Heimakonur voru sterkari aðilinn í upphafi leiks og náðu fjögurra marka forskoti í stöðunni 9-5. Gestirnir tóku þá við sér og góður kafli þeirra skilaði jafnri stöðu í jálfleik, 14-14.

Mikið jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik og erfitt reyndist að skilja liðin að. Þegar stutt var til leiksloka fengu Haukakonur tækifæri til að jafna leikinn í 23-23, en þess í stað skoruðu heimakonur á hinum enda vallarins og unnu tveggja marka sigur, 24-22.

Karen Knútsdóttir var markahæst í lið Fram með sex mörk, en í liði Hauka var Sara Odden atkvæðamest með átta.

Fram er nú í öðru sæti deildarinnar með 15 stig, einu stigi á eftir toppliði Vals. Haukar sitja í fjórða sæti með níu stig.

Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.