Handbolti

Spánverjar og Danir með örugga sigra

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Danir unnu afar sannfærandi sigur gegn Kongó í kvöld.
Danir unnu afar sannfærandi sigur gegn Kongó í kvöld. Jan Christensen / FrontzoneSport via Getty Images

Nú er öllum átta leikjum kvöldsins á HM kvenna í handbolta lokið, en nú rétt í þessu lauk seinni fjórum leikjunum. Spánverjar og Danir unnu sína leiki örugglega með 15 mörkum, og á sama tíma vann Brasilía gegn Japan og Ungverjar gegn Tékkum.

Spánverjar skoruðu sex af fyrstu sjö mörkum leiksins er liðið mætti Kínverjum. Spánverjar héldu áfram að auka forskot sitt út fyrri hálfleikinn og fóru með níu marka forystu inn í hlé.

Spánverjar náðu mest 17 marka forskoti í seinni hálfleik og unnu að lokum 15 marka sigur, 33-18.

Sömu sögu er að segja af leik Kongó og Danmerkur þar sem Danirnir fóru með 11 marka forystu inn í hálfleikinn. Danska liðið róaðist aðeins í seinni hálfleik og vann að lokum 15 marka sigur, 33-18, líkt og Spánverjar.

Þá unnu Ungverjar góðan þriggja marka sigur gegn Tékkum, 32-29, og Brasilía sigraði Japan, 29-25.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.