Pétur Ingvarsson: Við skorum 122 stig og það er erfitt fyrir þá að ná því Sverrir Mar Smárason skrifar 4. desember 2021 20:34 Pétur Ingvarsson, þjálfair Blika, vareðlilega sáttur með öruggan sigur sinna manna í kvöld. Vísir/Daníel Breiðablik vann 28 stiga sigur á Þór frá Akureyri í Smáranum í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Liðið skoraði 122 stig sem er það mesta sem það hefur skorað í einum leik á tímabilinu. Pétur Ingvarsson, þjálfari Blika, var að vonum ánægður í leikslok. „Að sjálfsögðu sáttir. Þetta spilaðist svolítið að okkur og eins og við vildum hafa þetta í öðrum leikhluta og það var erfitt fyrir þá að ná þessu eftir það,“ sagði Pétur. Breiðablik byrjaði hægt en gaf svo hressilega í þegar leið á fyrri hálfleik. Liðið skoraði til að mynda 39 stig í 2. leikhluta. Liðið fékk að stýra hraðanum og hlaupa eins og það vildi. „Við skorum 122 stig og það er erfitt fyrir þá að ná því þegar við skorum 122. Það hefur verið erfitt fyrir lið að halda í við okkur en það hefur vantað endahnútinn á leikina en það þurfti ekki í dag. Við erum kannski áfram með sama vandamál varðandi það að klára jafna leiki,“ sagði Pétur. Fimm leikmenn Breiðabliks skoruðu í kringum 20 stig í leiknum. Gulls ígildi fyrir þjálfara og lið að fá stig úr öllum áttum og Pétur segir það þurfa að vera svoleiðis þegar sótt er hratt. „Þegar við spilum hratt og skorum mörg stig þá þurfa einhverjir að skora. Það er ekki hægt að einn maður skori þetta allt. Þetta verður að dreifast svolítið á menn og það verður erfiðara að eiga við okkur varnarlega ef allir geta skorað. Þetta eru mikið af auðveldum körfum, mikið af hlaupum og opnum þriggja stiga skotum. Ef menn geta sett þetta ofan í þá eru menn í góðum málum,“ sagði Pétur um dreifingu stiga í dag. Sinisa Bilic, leikmaður Blika, var hvergi sjáanlegur í Smáranum í kvöld. Eitthvað hefur verið talað um það að hann sé farinn frá félaginu. Pétur staðfesti í viðtalinu að svo sé. „Hann bara sagði upp samningnum 1. desember og er bara farinn. Það er ekkert flóknara en það að hann hætti bara með okkur. Við höfum oft hætt með leikmönnum en núna hætti hann bara með okkur,“ sagði Pétur um Bilic sem nú er orðinn fyrrum leikmaður Breiðabliks. Blikar unnu sinn annan sigur í deildinni með sigrinum í kvöld og eru því komnir með 4 stig. Næst eiga þeir Vestra á Ísafirði sem Pétur heldur að verði mjög erfiður leikur. „Við eigum Vestra í næsta leik fyrir vestan og það verður gríðarlega erfiður leikur. Að vera ekki með Bilic munar rosalega fyrir okkur því við erum ekki hávaxnasta liðið. Getum ekkert bætt við okkur núna svo það verður mjög erfiður leikur. Það er bara næsti leikur og maður er ekkert farinn að hugsa neitt meira en það,“ sagði Pétur að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Breiðablik Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Þór Ak. 122-94 | Stórsigur í botnslagnum Breiðablik vann öruggan 28 stiga sigur, 122-94, er liðið tók á móti Þórsurum frá Akureyri í uppgjöri neðstu liða Subway-deildarinnar í kvöld. 4. desember 2021 19:41 Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Sjá meira
„Að sjálfsögðu sáttir. Þetta spilaðist svolítið að okkur og eins og við vildum hafa þetta í öðrum leikhluta og það var erfitt fyrir þá að ná þessu eftir það,“ sagði Pétur. Breiðablik byrjaði hægt en gaf svo hressilega í þegar leið á fyrri hálfleik. Liðið skoraði til að mynda 39 stig í 2. leikhluta. Liðið fékk að stýra hraðanum og hlaupa eins og það vildi. „Við skorum 122 stig og það er erfitt fyrir þá að ná því þegar við skorum 122. Það hefur verið erfitt fyrir lið að halda í við okkur en það hefur vantað endahnútinn á leikina en það þurfti ekki í dag. Við erum kannski áfram með sama vandamál varðandi það að klára jafna leiki,“ sagði Pétur. Fimm leikmenn Breiðabliks skoruðu í kringum 20 stig í leiknum. Gulls ígildi fyrir þjálfara og lið að fá stig úr öllum áttum og Pétur segir það þurfa að vera svoleiðis þegar sótt er hratt. „Þegar við spilum hratt og skorum mörg stig þá þurfa einhverjir að skora. Það er ekki hægt að einn maður skori þetta allt. Þetta verður að dreifast svolítið á menn og það verður erfiðara að eiga við okkur varnarlega ef allir geta skorað. Þetta eru mikið af auðveldum körfum, mikið af hlaupum og opnum þriggja stiga skotum. Ef menn geta sett þetta ofan í þá eru menn í góðum málum,“ sagði Pétur um dreifingu stiga í dag. Sinisa Bilic, leikmaður Blika, var hvergi sjáanlegur í Smáranum í kvöld. Eitthvað hefur verið talað um það að hann sé farinn frá félaginu. Pétur staðfesti í viðtalinu að svo sé. „Hann bara sagði upp samningnum 1. desember og er bara farinn. Það er ekkert flóknara en það að hann hætti bara með okkur. Við höfum oft hætt með leikmönnum en núna hætti hann bara með okkur,“ sagði Pétur um Bilic sem nú er orðinn fyrrum leikmaður Breiðabliks. Blikar unnu sinn annan sigur í deildinni með sigrinum í kvöld og eru því komnir með 4 stig. Næst eiga þeir Vestra á Ísafirði sem Pétur heldur að verði mjög erfiður leikur. „Við eigum Vestra í næsta leik fyrir vestan og það verður gríðarlega erfiður leikur. Að vera ekki með Bilic munar rosalega fyrir okkur því við erum ekki hávaxnasta liðið. Getum ekkert bætt við okkur núna svo það verður mjög erfiður leikur. Það er bara næsti leikur og maður er ekkert farinn að hugsa neitt meira en það,“ sagði Pétur að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Breiðablik Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Þór Ak. 122-94 | Stórsigur í botnslagnum Breiðablik vann öruggan 28 stiga sigur, 122-94, er liðið tók á móti Þórsurum frá Akureyri í uppgjöri neðstu liða Subway-deildarinnar í kvöld. 4. desember 2021 19:41 Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Þór Ak. 122-94 | Stórsigur í botnslagnum Breiðablik vann öruggan 28 stiga sigur, 122-94, er liðið tók á móti Þórsurum frá Akureyri í uppgjöri neðstu liða Subway-deildarinnar í kvöld. 4. desember 2021 19:41