Körfubolti

Körfuboltakvöld: Naskasti Njarðvíkingurinn

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Skjáskot úr þættinum. Enginn Njarðvíkingur meiddist við gerð þessa þáttar.
Skjáskot úr þættinum. Enginn Njarðvíkingur meiddist við gerð þessa þáttar.

Kjartan Atli og teymið í kringum Subway Körfuboltakvöld hefur gaman að því að smíða nýja dagskrárliði. Þátturinn í gærkvöldi var engin undantekning og sérfræðingar þáttarins tóku þátt í spurningaleiknum Naskasti Njarðvíkingurinn.

Teitur Örlygsson og Friðrik Ragnarsson voru sérfræðingar kvöldsins og var þess vegna ákveðið að kalla spurningaleikinn eftir heimabæ þeirra beggja, Njarðvík. Eftir að báðir höfðu klikkað á fyrstu spurningunni hafði Kjartan það á orði að í síðasta þætti hefði verið leikinn leikurinn Klárasti Keflvíkingurinn og þar hefðu báðir sérfræðingarnir verið komnir með stig eftir fyrstu umferð.

Spurningarnar koma úr öllum áttum. Þær tengjast flestar Njarðvík með einum eða öðrum hætti. Bæði körfuboltaliðinu sem og bæjarfélaginu. Teitur lenti snemma undir í leiknum en fréttaritari eftirlætur hlustendum að skoða alla keppnina hér að neðan.

Klippa: Körfuboltakvöld: Naskasti NjarðvíkingurinnFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.