Handbolti

Stjörnukonur skelltu Íslandsmeisturunum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Stjörnukonur unnu öruggan sjö marka sigur gegn Íslandsmeisturunum í dag.
Stjörnukonur unnu öruggan sjö marka sigur gegn Íslandsmeisturunum í dag. Vísir/Vilhelm

Stjörnukonur unnu öruggan sjö marka sigur gegn Íslandsmeisturum Þórs/KA er liðin mættust í Garðabænum í Olís-deild kvenna í handbolta í dag, 27-20.

Stjörnukonur voru sterkari aðilinn í upphafi leiks og náðu fimm marka forskoti þegar fyrri hálfleikur var rétt rúmlega hálfnaður. Meira jafnræði var með liðunum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og munurinn enn fimm mörk þegar gengið var til búningsherbergja, 15-10.

Heimakonur héldu Íslandsmeisturunum í hæfilegri fjarlægð allan seinni hálfleikinn og sigur þeirra var í raun aldrei í hættu. Niðurstaðana varð sjö marka sigur Stjörnunnar, 27-20, en liðið er nú í fimmta sæti deildarinnar með átta stig eftir níu leiki.

Þór/KA situr í þriðja sæti deildarinnar með 11 stig.

Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.