Körfubolti

Stjörnum prýddir pallar hjá syni Lebron James

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Lebron James var að sjálfsögðu á fremsta bekk hjá syninum.
Lebron James var að sjálfsögðu á fremsta bekk hjá syninum. Harry How/Getty Images

Undir venjulegum kringumstæðum myndi menntaskólaleikur í bandaríkjunum alls ekki þykja fréttaefni en það er annað uppi á teningnum þegar kemur að syni Lebron James. Á leiknum hans í gær voru til að mynda mættir Lebron James, Carmelo Anthony og Chris Paul.

Bronny James og félagar hans í liðinu Sierra Canyon spiluðu leik við menntaskólaliðið sem Lebron James lék með á sínum yngri árum, St. Vincent-St. Mary. Leikið var á boðsmóti sem Lebron sjálfur er með puttana í en leikið var í hinni sögufrægu höll, Staples Center, í Los Angeles.

Bronny James átti fínann leik og skoraði 19 stig í sigri Sierra Canyon en það sem vakti einna helst athygli var hversu vel setin stúkan var. Þarna voru Chris Paul, leikmaður Phoenix Suns og góðvinur Lebron James. Þá mátti líka sjá Russell Westbrook og Carmelo Anthony, sem spila með James hjá Los Angeles Lakers.

Sierra Canyon er eitt þekktasta menntaskólalið bandaríkjanna, og núverandi NBA leikmennirnir Marvin Bagley, Cassius Stanley og Kenyon Martin yngri hafa spilað með liði skólans. Skólinn er einnig vinsæll meðal ríka og fræga fólksins í Englaborginni. bæði Kendall Jenner og Kylie Jenner gengu í skólann sem og Willow Smith, dóttir Will og Jada Smith.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.