Fleiri fréttir

Solskjær látinn fara frá Man. United

Ole Gunnar Solskjær hefur verið leystur frá störfum sínum sem knattspyrnustjóri Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Þetta staðfestir félagið á samfélagsmiðlum og á vefsíðu sinni.

Fallon Sherrock úr leik

Fallon Sherrock er fallin úr leik á Grand Slam of Darts mótinu sem fram fer í Wolverhampton á Englandi þessa dagana. Hún er fyrsta konan sem kemst alla leið í átta manna úrslit.

Enn ein endurkoman hjá galdramönnunum

Washington Wizards vann enn einn sigurinn í NBA deildinni í nótt en liðið hefur nú unnið ellefu leiki og tapað fimm og situr í öðru sæti í Austurdeildinni. Í Vesturdeildinni komust Utah Jazz upp í þriðja sætið með sigri á Sacramento Kings.

Albert spilaði í jafntefli

Albert Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar náðu ekki að lyfta sér upp í efri hluta hollensku úrvalsdeildarinnar þegar þeir fengu NEC Nijmegen í heimsókn í kvöld.

Arsenal gjörsigraðir á Anfield

Liverpool lék sér að Arsenal í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni þegar liðin áttust við á Anfield í kvöld.

Tryggvi skoraði sex stig í tapi

Íslenski landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason var á sínum stað í liði Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag.

Messi kominn á blað í Ligue 1

Lionel Messi skoraði sitt fyrsta mark í frönsku deildinni í dag þegar hann skoraði eitt þriggja marka PSG í sigri á Nantes.

Þýskaland: Dortmund nálgast Bayern á toppnum

Fimm leikjum var rétt í þessu að ljúka í þýsku Bundesligunni í fótbolta. Borussia Dortmund minnkaði forystu Bayern Munchen á toppnum niður í eitt stig með góðum sigri á Stuttgart. Bayer Leverkusen lyfti sér upp í fjórða sætið.

Hamilton á ráspól í Katar

Hinn breski Lewis Hamilton, sigursælasti ökuþór sögunnar, er á ráspól í Formúla eitt kappakstrinum í Katar sem fram fer á morgun.

Smitaður og missir af fyrsta leiknum með Newcastle

Eddie Howe, nýráðinn knattspyrnustjóri Newcastle, er smitaður af kórónuveirunni og missir því af fyrsta leiknum sem stjóri liðsins. Newcastle á leik í dag gegn nýliðum Brentford.

KA/Þór tapaði fyrri leiknum á Spáni

Íslandsmeistaralið KA/Þórs þurfti að þola fjögurra marka tap gegn Elche á Spáni í fyrri leik liðanna í 32gja liða úrslitum Evrópubikars kvenna í dag. Leiknum lauk með sigri Spánverjana 22-18. Síðari leikurinn er einnig spilaður ytra en hann fer fram á morgun.

Óbólusettir fá ekki keppnisrétt á Opna ástralska

Til þess að fá keppnisrétt á Opna ástralska meistaramótinu í tennis þá þurfa keppendur að hafa gengist undir bólusetningu við Covid-19. Þetta sagði stjórnandi mótsins, Craig Tiley, í gær.

Lakers skellt í Baunaborginni í nótt

Lebron James sneri aftur í lið Los Angeles Lakers eftir meiðsli en það reyndist ekki nóg til þess að sigra Boston Celtics í TD Garðinum í Boston. Alls fóru fram níu leikir í NBA deildinni í nótt. 

Segir mann­réttindi í Katar „með þeim verstu í heimi“

Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, hefur gagnrýnt mannréttindi í Katar en keppni helgarinnar fram þar í landi. Hamilton segir að íþróttir verði að vera gagnrýnar á þá staði sem þær ákveði að keppa á.

„Að sigra með flautukörfu er sérstakt“

Keflavík vann Val, 79-78, í hörku spennandi leik þar sem sigurinn réðst á síðustu sekúndu leiksins þegar Dominykas Milka nær frákasti og skilar boltanum ofan í körfuna.

Andrea Mist riftir samningi sínum í Sví­þjóð

Andrea Mist Pálsdóttir hefur fengið sig lausa frá sænska knattspyrnufélaginu Växjö en liðið féll úr efstu deild þar í landi á dögunum. Hún segir sænsku B-deildina einfaldlega ekki nægilega sterka.

Á­fall fyrir Hamranna: Ogbonna frá út tíma­bilið

Stórt skarð var höggið í titilvonir West Ham United er liðið lagði Liverpool óvænt 3-2 í ensku úrvalsdeildinni í síðasta leik fyrir landsleikjahlé. Ítalski miðvörðurinn Angelo Ogbonna meiddist í leiknum og verður frá út tímabilið.

Sjá næstu 50 fréttir