Fleiri fréttir

Vill að Livra­mento fái meiri vernd frá dómurum deildarinnar

Tino Livramento, hægri bakvörður Southampton, er einn af þeim leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar sem er hvað oftast brotið á. Ralph Hasenhüttl, þjálfari liðsins, segir að Livramento verði að fá meiri vernd frá dómurum ensku úrvalsdeildarinnar.

Björgvin Karl besti Evrópumaður sögunnar í CrossFit?

Björgvin Karl Guðmundsson hefur átt magnaðan feril í CrossFit íþróttinni þrátt fyrir að hann hafi ekki náð að verða heimsmeistari í íþróttinni. Morning Chalk Up fjallar um BKG og veltir því fyrir sér hvort hann sé besti evrópski CrossFit maður sögunnar.

Sex leikmenn Man. United sagðir kallaðir á krísufund með Solskjær

Framtíð knattspyrnustjóra Manchester United er mikið til umræðu í Englandi eftir slakt gengi liðsins á þessari leiktíð. Sumir eru að telja niður þar til að norski knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær verði rekinn en hann er enn að berjast fyrir lífi sínu sem stjóri félagsins.

Sara Sigmunds í forsíðumyndatöku í kirkju í Sutton

Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir eyðir vetrarmánuðunum í Dúbaí að undirbúa sig fyrir fyrsta CrossFit mótið eftir krossbandsslit. Hún skrapp samt til Englands og Íslands í síðustu viku enda kalla fyrirsætustörfin á okkar konu á milli heimsálfa.

Hamur rann á Curry í 4. leikhluta

Stephen Curry skoraði fjörutíu stig, þar af tuttugu í 4. leikhluta, þegar Golden State Warriors sigraði Cleveland Cavaliers, 89-104, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Þurfa að endurtaka endurtekna leikinn

Exeter City og Bradford þurfa að mætast í þriðja sinn í fyrstu umferð FA bikarsins eftir að Exeter gerði sex skiptingar í sigri liðsins í framlengingu síðastliðið þriðjudagskvöld.

Arnar Guðjónsson: Það sem þurfti í Garðabæinn var sigur og hann kom

Stjörnumenn unnu góðan 87-73 sigur á Tindastól í síðasta leiknum fyrir landsleikjafrí í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var kaflaskiptur en að lokum voru það heimamenn úr Garðabænum sem stóðu uppi sem sigurvegarar. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var í banni í kvöld en fylgdist auðvitað með leiknum úr stúkunni. Honum var mjög létt eftir sigurinn í kvöld.

Kielce hafði betur gegn Börsungum í toppslagnum

Íslendingalið Kielce frá Póllandi hafði betur gegn Barcelona, , er liðin mættust í toppslag B-riðils í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Kielce hefur nú þriggja stiga forystu á toppnum.

„Sáttur að ná loksins að vinna“

Maciej Baginski, leikmaður Njarðvíkur, var ánægður að ná loksins að binda enda á taphrinu Njarðvíkur í Subway deildinni eftir 5 stiga sigur á Blikum í kvöld, 110-105.

„Herslumuninn vantaði“

Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, sagði að fyrsta markið hefði skipt miklu í leiknum gegn Kharkiv í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

„Virkilega pirrandi og maður er fúll og svekktur“

Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, var að mörgu leyti sátt með frammistöðuna gegn Kharkiv í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Hún var hins vegar sár og svekkt með úrslitin. Blikar töpuðu 0-2 og eru áfram á botni B-riðils.

Íslenskur sigur, jafntefli og tap í þýska handboltanum

Þrír leikir voru á dagskrá í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld og það voru Íslendingar í eldlínunni í þeim öllum. Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen fögnuðu sigri, Arnór Þór Gunnarsson og félagar hans í Bergischer köstuðu frá sér sigrinum og gerðu jafntefli og Daníel Þór Ingason og félagar hans í Balingen töpuðu sínum níunda leik á tímabilinu.

Aron og félagar fjarlægjast toppliðin

Aron Pálmarsson og félagar hans í danska liðinu Álaborg máttu þola þriggja marka tap er liðið heimsótti THW Kiel til þýskalands í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld, 31-28.

Sjá næstu 50 fréttir