Enn ein endurkoman hjá galdramönnunum Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 21. nóvember 2021 09:59 Deni Avdija hefur farið vel af stað með Washington Wizards þetta tímabilið EPA-EFE/SHAWN THEW Washington Wizards vann enn einn sigurinn í NBA deildinni í nótt en liðið hefur nú unnið ellefu leiki og tapað fimm og situr í öðru sæti í Austurdeildinni. Í Vesturdeildinni komust Utah Jazz upp í þriðja sætið með sigri á Sacramento Kings. Washington mætti liði Miami Heat sem hefur farið vel af stað í deildarkeppninni eftir komu nýrra leikmanna eins og Kyle Lowry og PJ Tucker. Það gekk þó brösulega fyrir Wizards að sækja sigurinn en Miami leiddi með 16 stigum þegar einungis um fimm mínútur voru eftir af leiknum. Þá tók Washington til sinna ráða og vann frábæran sigur, 103-100. Bradley Beal skoraði 21 stig fyrir Washington en Jimmy Butler 29 fyrir Miami. Utah Jazz bar sigurorð af Sacramento Kings sem fara enn eitt árið illa af stað í deildinni og sitja í tólfta sæti Vesturdeildarinnar en Utah í því þriðja. Eftir jafnan leik þá sigu leikmenn Utah framúr í lokin og unnu þægilegan sigur, 105-123. Donovan Mitchell skoraði 26 stig fyrir Utah en Richaun Holmes 22 fyrir Sacramento. Áhugavert atvik varð í leiknum þegar að liðsmenn Utah yfirgáfu bekkinn, en það var vegna þess að áhorfandi leiksins hafði kastað upp beint fyrir aftan þá. Huggulegt. Back-to-back W s pic.twitter.com/yA3eQVeDlr— Boston Celtics (@celtics) November 21, 2021 Þá vann Boston Celtics annað kvöldið í röð. Í þetta sinn var það lið Oklahoma City Thunder sem lá í valnum eftir hetjulega baráttu. Jayson Tatum skoraði 33 stig fyrir Boston og Dennis Schröder skoraði 29. Hjá Oklahoma var það Luguentz Dort sem var atkvæðamestur með 16 stig. Boston situr í áttunda sæti Austurdeildarinnar. Önnur úrslit næturinnar: New York Knicks 106-99 Houston Rockets Indiana Pacers 111-94 New Orleans Pelicans Atlanta Hawks 115-105 Charlotte Hornets Milwaukee Bucks 117-108 Orlando Magic Minnesota Timberwolves 138-95 Memphis Grizzlies Portland Trailblazers 118-111 Philadelphia 76ers NBA Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira
Washington mætti liði Miami Heat sem hefur farið vel af stað í deildarkeppninni eftir komu nýrra leikmanna eins og Kyle Lowry og PJ Tucker. Það gekk þó brösulega fyrir Wizards að sækja sigurinn en Miami leiddi með 16 stigum þegar einungis um fimm mínútur voru eftir af leiknum. Þá tók Washington til sinna ráða og vann frábæran sigur, 103-100. Bradley Beal skoraði 21 stig fyrir Washington en Jimmy Butler 29 fyrir Miami. Utah Jazz bar sigurorð af Sacramento Kings sem fara enn eitt árið illa af stað í deildinni og sitja í tólfta sæti Vesturdeildarinnar en Utah í því þriðja. Eftir jafnan leik þá sigu leikmenn Utah framúr í lokin og unnu þægilegan sigur, 105-123. Donovan Mitchell skoraði 26 stig fyrir Utah en Richaun Holmes 22 fyrir Sacramento. Áhugavert atvik varð í leiknum þegar að liðsmenn Utah yfirgáfu bekkinn, en það var vegna þess að áhorfandi leiksins hafði kastað upp beint fyrir aftan þá. Huggulegt. Back-to-back W s pic.twitter.com/yA3eQVeDlr— Boston Celtics (@celtics) November 21, 2021 Þá vann Boston Celtics annað kvöldið í röð. Í þetta sinn var það lið Oklahoma City Thunder sem lá í valnum eftir hetjulega baráttu. Jayson Tatum skoraði 33 stig fyrir Boston og Dennis Schröder skoraði 29. Hjá Oklahoma var það Luguentz Dort sem var atkvæðamestur með 16 stig. Boston situr í áttunda sæti Austurdeildarinnar. Önnur úrslit næturinnar: New York Knicks 106-99 Houston Rockets Indiana Pacers 111-94 New Orleans Pelicans Atlanta Hawks 115-105 Charlotte Hornets Milwaukee Bucks 117-108 Orlando Magic Minnesota Timberwolves 138-95 Memphis Grizzlies Portland Trailblazers 118-111 Philadelphia 76ers
NBA Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira