Enn ein endurkoman hjá galdramönnunum Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 21. nóvember 2021 09:59 Deni Avdija hefur farið vel af stað með Washington Wizards þetta tímabilið EPA-EFE/SHAWN THEW Washington Wizards vann enn einn sigurinn í NBA deildinni í nótt en liðið hefur nú unnið ellefu leiki og tapað fimm og situr í öðru sæti í Austurdeildinni. Í Vesturdeildinni komust Utah Jazz upp í þriðja sætið með sigri á Sacramento Kings. Washington mætti liði Miami Heat sem hefur farið vel af stað í deildarkeppninni eftir komu nýrra leikmanna eins og Kyle Lowry og PJ Tucker. Það gekk þó brösulega fyrir Wizards að sækja sigurinn en Miami leiddi með 16 stigum þegar einungis um fimm mínútur voru eftir af leiknum. Þá tók Washington til sinna ráða og vann frábæran sigur, 103-100. Bradley Beal skoraði 21 stig fyrir Washington en Jimmy Butler 29 fyrir Miami. Utah Jazz bar sigurorð af Sacramento Kings sem fara enn eitt árið illa af stað í deildinni og sitja í tólfta sæti Vesturdeildarinnar en Utah í því þriðja. Eftir jafnan leik þá sigu leikmenn Utah framúr í lokin og unnu þægilegan sigur, 105-123. Donovan Mitchell skoraði 26 stig fyrir Utah en Richaun Holmes 22 fyrir Sacramento. Áhugavert atvik varð í leiknum þegar að liðsmenn Utah yfirgáfu bekkinn, en það var vegna þess að áhorfandi leiksins hafði kastað upp beint fyrir aftan þá. Huggulegt. Back-to-back W s pic.twitter.com/yA3eQVeDlr— Boston Celtics (@celtics) November 21, 2021 Þá vann Boston Celtics annað kvöldið í röð. Í þetta sinn var það lið Oklahoma City Thunder sem lá í valnum eftir hetjulega baráttu. Jayson Tatum skoraði 33 stig fyrir Boston og Dennis Schröder skoraði 29. Hjá Oklahoma var það Luguentz Dort sem var atkvæðamestur með 16 stig. Boston situr í áttunda sæti Austurdeildarinnar. Önnur úrslit næturinnar: New York Knicks 106-99 Houston Rockets Indiana Pacers 111-94 New Orleans Pelicans Atlanta Hawks 115-105 Charlotte Hornets Milwaukee Bucks 117-108 Orlando Magic Minnesota Timberwolves 138-95 Memphis Grizzlies Portland Trailblazers 118-111 Philadelphia 76ers NBA Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Sjá meira
Washington mætti liði Miami Heat sem hefur farið vel af stað í deildarkeppninni eftir komu nýrra leikmanna eins og Kyle Lowry og PJ Tucker. Það gekk þó brösulega fyrir Wizards að sækja sigurinn en Miami leiddi með 16 stigum þegar einungis um fimm mínútur voru eftir af leiknum. Þá tók Washington til sinna ráða og vann frábæran sigur, 103-100. Bradley Beal skoraði 21 stig fyrir Washington en Jimmy Butler 29 fyrir Miami. Utah Jazz bar sigurorð af Sacramento Kings sem fara enn eitt árið illa af stað í deildinni og sitja í tólfta sæti Vesturdeildarinnar en Utah í því þriðja. Eftir jafnan leik þá sigu leikmenn Utah framúr í lokin og unnu þægilegan sigur, 105-123. Donovan Mitchell skoraði 26 stig fyrir Utah en Richaun Holmes 22 fyrir Sacramento. Áhugavert atvik varð í leiknum þegar að liðsmenn Utah yfirgáfu bekkinn, en það var vegna þess að áhorfandi leiksins hafði kastað upp beint fyrir aftan þá. Huggulegt. Back-to-back W s pic.twitter.com/yA3eQVeDlr— Boston Celtics (@celtics) November 21, 2021 Þá vann Boston Celtics annað kvöldið í röð. Í þetta sinn var það lið Oklahoma City Thunder sem lá í valnum eftir hetjulega baráttu. Jayson Tatum skoraði 33 stig fyrir Boston og Dennis Schröder skoraði 29. Hjá Oklahoma var það Luguentz Dort sem var atkvæðamestur með 16 stig. Boston situr í áttunda sæti Austurdeildarinnar. Önnur úrslit næturinnar: New York Knicks 106-99 Houston Rockets Indiana Pacers 111-94 New Orleans Pelicans Atlanta Hawks 115-105 Charlotte Hornets Milwaukee Bucks 117-108 Orlando Magic Minnesota Timberwolves 138-95 Memphis Grizzlies Portland Trailblazers 118-111 Philadelphia 76ers
NBA Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Sjá meira