Valencia fékk Bilbao í heimsókn og fóru gestirnir mun betur af stað í leiknum. Staðan í leikhléi 41-57, Bilbao í vil.
Í síðari hálfleik snerist dæmið algjörlega við þar sem Valencia vann þriðja leikhluta með fimmtán stiga mun og í fjórða og síðasta leikhlutanum keyrðu heimamenn algjörlega yfir gestina. Lokatölur 100-84 fyrir Valencia.
Martin spilaði átján mínútur í leiknum; skoraði sjö stig og gaf fjórar stoðsendingar auk þess að taka tvö fráköst.