Handbolti

Valskonur aftur á toppinn með sautján marka sigri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Á toppnum
Á toppnum Vísir/Vilhelm

Valur átti ekki í neinum vandræðum með Aftureldingu þegar liðin áttust við í Olís deildinni í handbolta í dag.

Valskonur höfðu mikla yfirburði nær allan leikinn og unnu að lokum sautján marka sigur, 33-16 eftir að staðan í leikhléi var 17-9.

Auður Ester Gestsdóttir var markahæst Valskvenna með sex mörk en Thea Imani Sturludóttir, Mariam Eradze og Hildigunnur Einarsdóttir gerðu fimm mörk hver.

Katrín Helga Davíðsdóttir atkvæðamest í liði Aftureldingar með fimm mörk.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.