Fleiri fréttir

Jón Daði ætlar úr frystikistunni: „Þetta gengur náttúrulega ekki“

„Það er alveg á hreinu að ég þarf að koma mér í annað umhverfi og nýjan klúbb. Þetta gengur náttúrulega ekki,“ segir Jón Daði Böðvarsson, landsliðsmaður í fótbolta, sem hefur verið í sannkallaðri „frystikistu“ hjá enska félaginu Millwall á þessari leiktíð.

„Besti dagur lífs míns“

Emile Smith Rowe var kátur eftir 3-1 sigur Arsenal á nágrönnum sínum í Tottenham í Norður-London slagnum í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Skoraði lengsta vallarmark sögunnar

Justin Tucker, sparkari Baltimore Ravens, gerði sér lítið fyrir og skoraði lengsta vallarmark NFL sögunnar í gærkvöldi þegar að Baltimore vann nauman sigur á Detroit Lions, 19-17.

Öruggur sigur Bandaríkjanna í Ryder bikarnum

Bandríkin eru sigurvegari í Ryder bikarnum eftir að hafa unnið öruggan sigur á evrópska liðinu 19-9. Sigurinn var í raun aldrei í hættu en Bandaríkin leiddu frá upphafi til enda.

Mourinho: Dómarinn eyðilagði leikinn

Jose Mourinho, þjálfari ítalska liðsins Roma var mjög ósáttur eftir tapið gegn Lazio fyrr í dag. Þjálfarinn, sem er þekktur fyrir að hafa munninn fyrir neðan nefið, lét dómara leiksins heyra það í viðtali eftir leik.

Halldór Harri: Sex marka tap gaf ekki rétta mynd af leiknum

HK tapaði í annað skiptið fyrir Val í september. Leikurinn einkenndist af miklum varnarleik beggja liða. Valur vann leikinn með sex mörkum 17-23. Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari HK, var svekktur með úrslitin eftir leik.

Tap hjá Bologna í fyrsta leik Jóns Axels

Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson var í byrjunarliði Foritudo Bologna sem tapaði naumlega fyrir Reggio Emilia í ítölsku úrvalsdeildinni í körfubolta, Serie A.

Enginn bauð sig fram gegn Vöndu til formanns KSÍ

Vanda Sigurgeirsdóttir verður forrmaður bráðabirgðastjórnar Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, en engin mótframboð bárust í formannssætið. Aukaþing verður haldið næsta laugardag, en seinasti dagurinn til að bjóða sig fram var í gær.

Mark Barbáru dugði ekki til

Barbára Sól Gísladóttir og liðsfélagar hennar í Brøndby heimsóttu Thisted í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Barbára skoraði fyrsta mark leiksins, en þurfti að sætta sig við 3-1 tap. 

Börsungar aftur á sigurbraut

Barcelona vann í dag öruggan 3-0 sigur gegn Levante í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Fyrir leikinn höfðu Börsungar aðeins unnið tvo af fyrstu fimm leikjum tímabilsins, en eru nú að rétta sinn hlut.

Ísak opnaði markareikninginn í stórsigri

Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði sitt fyrsta mark fyrir FC København þegar að liðið vann 5-1 stórsigur gegn Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 

Rosengård og Kristianstad skildu jöfn í Íslendingaslag

Guðrún Arnardóttir og liðsfélagar hennar í Rosengård tóku á móti Íslendingaliði Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Rosengård er enn á toppi sænsku deildarinnar eftir 1-1 jafntefli.

Ómar dró vagninn fyrir Magdeburg | Ýmir hafði betur í Íslendingaslag

Fimm leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag og það voru Íslendingar í eldlínunni í fjórum þeirra. Magdeburg er enn með fullt hús stiga eftir fimm leiki, en Ómar Ingi Magnússin var markahæsti maður liðsins í tveggja marka sigri gegn Leipzig, 30-28.

Alexandra skoraði í bikarsigri

Alexandra Jóhannsdóttir og liðsfélagar hennar í Eintracht Frankfurt heimsóttu Nürnberg í 32-liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í dag. Alexandra skoraði þriðja mark liðsins í öruggum 5-0 sigri.

Úlfarnir höfðu betur gegn Dýrlingunum

Southampton tók á móti Wolves í fyrri leik dagsins í sjöttu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Byrjun Úlfanna á tímabilinu hefur verið langt undir væntingum, en þeir unnu góðan 1-0 sigur í dag.

Albert og félagar aftur á sigurbraut

Albert Guðmundsson og félagar hans í hollenska liðinu AZ Alkmaar komust loks aftur á sigurbraut þegar að liðið fékk Go Ahead Eagles í heimsókn í hollensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 5-0, en liðið hafði tapað fjórum af fyrstu fimm leikjum sínum fyrir leikinn í dag.

Elías og félagar enn á toppi dönsku deildarinnar

Tveimur leikjum er lokið í dönsku deildinni í knattspyrnu í dag og það voru Íslendingar í eldlínunni í þeim báðum. Elías Rafn Ólafsson og félagar hans í Midtjylland eru með fjögurra stiga forskot á toppnum eftir 1-0 útisigur gegn Randers og Aron Elís Þrándarson og félagar hans í OB gerðu 1-1 jafntefli gegn Viborg.

Fyrsta tap United á tímabilinu

María Þórisdóttir og liðsfélagar hennar í Manchester United töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu þegar að liðið tók á móti ríkjandi Englandsmeisturum Chelsea. Lokatölur 6-1, en María spilaði allan leikinn í hjarta varnar United.

Juventus vann annan leikinn í röð

Eftir afar erfiða byrjun á tímabilinu er Juventus nú búið að vinna tvo leiki í röð. Liðið vann mikilvægan 3-2 sigur þegar að Sampdoria mætti í heimsókn.

Oleksandr Usyk er nýr heimsmeistari í þungavigt

Úkraínumaðurinn Oleksandr Usyk tryggði sér í nótt þrjá heimsmeistaratitla í þungavigt í hnefaleikum með því að sigra breska boxarann Anthony Joshua eftir dómaraúrskurð.

Arnór kom inn á í sigri | Guðmundur og félagar töpuðu

Leikið var í bandarísku MLS deildinni í knattspyrnu í nótt. Arnór Ingvi Traustason og félagar hans í New England Revolution eru enn langefstir í austur deildinni eftir 2-1 sigur gegn Orlando City en Guðmundi Þórarinssyni og félögum hans í New York City FC mistókst að styrkja stöðu sína í þriðja sætinu þegar þeir töpuðu 1-0 gegn nágrönnum sínum í New York Red Bulls.

Evrópumenn þurfa kraftaverk til að vinna Ryder-bikarinn

Kraftaverk þarf að eiga sér stað til að Evrópa eigi möguleika á því að vinna Ryder-bikarinn. Staðan fyrir lokadaginn er 11-5, Bandaríkjamönnum í vil og þurfa Evrópumenn að tryggja sér níu stig á morgun til að halda bikarnum.

Sjá næstu 50 fréttir