Golf

Öruggur sigur Bandaríkjanna í Ryder bikarnum

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Bandaríska liðið fagnar með Ryder-bikarinn.
Bandaríska liðið fagnar með Ryder-bikarinn. AP/Ashley Landis

Bandríkin eru sigurvegari í Ryder bikarnum eftir að hafa unnið öruggan sigur á evrópska liðinu 19-9. Sigurinn var í raun aldrei í hættu en Bandaríkin leiddu frá upphafi til enda.

Það var ekkert sérstaklega margt sem benti til þess að Evrópa ætti mikinn möguleika á því að koma til baka á lokadegi mótsins. Bandaríkin höfðu sigrað fyrsta daginn 6-2 og annan daginn 5-3.

Í dag var leikið í tvímenningi og voru tólf vinningar í boði. Bandaríkin unnu átta einvígi og þar með mótið 19-9. Margir í liði bandaríkjanna spiluðu afbragðs golf á meðan ásar evrópska liðsins, eins og John Rahm, áttu ekki sína bestu daga.

Það var svo Collin Morikawa sem kláraði einvígi sitt gegn Viktor Hovland með jafntefli sem kom Bandaríkjunum í 14,5 vinninga sem tryggði sigurinn við mikil fagnaðarlæti áhorfenda á Whistling Straits vellinum í Wisconsin.

Collin Morikawa setti púttið sem tryggði Bandríkjunum sigurinnEPA-EFE/ERIK S. LESSERFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.