Sport

Dagskráin í dag: NFL og Ryder bikarinn

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Patrick Mahomes verður í eldlínunni í dag
Patrick Mahomes verður í eldlínunni í dag EPA-EFE/GARY BOGDON

Það verður nóg um að vera á sportstöðvum Stöðvar 2 í dag. Amerískur fótbolti, handbolti og golf svo eitthvað sé nefnt.

Dagurinn hefst með beinni útsendingu frá Rosengård - Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni þar sem að Elísabet Gunnarsdóttir og Kristianstad mæta til Malmø. Leikar hefjast klukkan 13:55 á Stöð 2 Sport 2.

Þá er sýnt frá Olísdeild kvenna í handbolta. Þar fer fram leikur HK og Vals í Kópavoginum og hefst útsending frá leiknum klukkan 15:50 á Stöð 2 Sport.

Golfið er á sínum stað. Ryder bikarinn heldur áfram og verður sýnt frá lokadegi mótsins klukkan 16:00 á Stöð 2 Golf. Þá fer fram Walmart NW Arkansas Championship mótið í LPGA mótaröðinni, hefst útsending klukkan 17:00 á Stöð 2 Sport 4.

NFL deildin á svo sinn venjulega sunnudagssess. Klukkan 17:00 mætast Kansas City Chiefs og LA Chargers og svo klukkan 20:00 þá mætast LA Rams og Tampa Bay Buccaneers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×