Fleiri fréttir

Haukar og Valur með góða sigra

Haukar og Valur hófu tímabilið í Olís deild kvenna á góðum sigrum í dag. Valur lagði Aftureldingu örugglega í Mosfellsbæ, lokatölur 20-31. Haukar unnu svo sex marka sigur á HK, 21-15.

Tíu leikmenn spænsku meistaranna tóku stig gegn Bilbao

Spánarmeistarar Atletico Madrid tóku á móti Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu ú dag. Heimamenn spiluðu manni færri seinustu mínúturnar í leik sem endaði með markalausu jafntefli.

Fram tap­laust í gegnum Lengju­deildina

Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í fótbolta í dag. Topplið Fram fór taplaust í gegnum deildina þökk sé 6-1 sigri á Aftureldingu í dag. Það þýðir að Afturelding tapaði síðustu tveimur leikjum sínum í deildinni 14-1.

Martha Hermannsdóttir: Honum verður ekki að ósk sinni í ár

Martha Hermannsdóttir leikmaður KA/Þór var frábær fyrir liðið í dag þegar þær mættu ÍBV í fyrsta leik Olís deildar kvenna. Hún skoraði 9 mörk, þar af eitt af vítalínunni þegar 15 sekúndur voru til leiksloka. Það mark tryggði sigur KA/Þór á móti ÍBV í háspennuleik sem endaði 26-24.

KV fylgir Þrótti Vogum upp í Lengju­deildina

KV tryggði sér í dag sæti í Lengjudeild karla í fótbolta á næstu leiktíð þökk sé 2-0 sigri á Þrótti Vogum. KV hefur nú farið upp um tvær deildir á tveimur árum. 

Annar sigurleikur Arsenal í röð

Eftir erfiða byrjun á tímabilinu er Arsenal nú búið að vinna tvo leiki í röð, en liðið vann í dag 1-0 útisigur gegn Burnley.

Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar

Liverpool kom sér í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar með 3-0 sigri gegn Crystal Palace. Sadio Mané og Mohamed Salah skoruðu báðir fyrir Liverpool eins og svo oft áður og Naby Keita bætti því þriðja við.

Seinni bylgjan fór yfir frábæra frammistöðu Sigurjóns Guðmundssonar

Sigurjón Guðmundsson stóð vaktina í marki HK þegar að liðið tók á móti KA í fyrstu umferð Olís-deildar karla síðasta fimmtudag. Sigurjón varði 18 bolta og sérfræðingar Seinni bylgjunnar veittu honum verðskuldaða athygli. Sigurjón er sonur Guðmundar Hrafnkelssonar, fyrrum landsliðsmarkmanns Íslands.

Selfyssingar með sex marka forystu eftir fyrri leikinn

Selfyssingar heimsóttu tékkneska liðið Koprivnice í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð Evrópubikarkeppni karla í handbolta í dag. Selfyssingar voru með frumkvæðið allan leikinn og unnu að lokum öruggan sex marka sigur, 25-31.

Djibril Cissé leggur skóna á hilluna

Fyrrum framherji Liverpool, Djibril Cissé, hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna endanlega á hilluna. Hann mun nú snúa sér að þjálfun yngri leikmanna Marseille í Frakklandi.

Pelé laus af gjörgæslu

Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé er laus af gjörgæslu eftir að hann gekkst undir aðgerð til að fjarlægja æxli úr ristli hans.

Seinni bylgjan kynnir nýjan dagskrárlið þar sem Gaupi fer á stúfana

Í gærkvöldi var Guðjón Guðmundsson, betur þekktur sem Gaupi, kynntur sem nýr liðsmaður Seinni bylgjunnar. Gaupi verður með fastan lið sem ber heitið „.Eina“ þar sem að hann fer á stúfana og hittir merkilegt fólk í tengslum við handboltann. Gaupi hitti fyrir Sigurð Örn Þorleifsson, bakarameistara og liðsstjóra handboltaliðs FH.

Arsenal í viðræðum við Jack Wilshere

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur staðfest það að félagið sé í viðræðum við fyrrum leikmann félagsins, Jack Wilshere, um að aðstoða hann við að koma ferlinum af stað á ný. Mikil meiðsli hafa litað feril Wilshere sem er nú án félags.

Tólf stig verða tekin af Derby vegna fjárhagsvandræða

Tólf stig verða dregin af enska knattspyrnufélaginu Derby County ef félagið finnur ekki nýja eigendur á næstu dögum. Kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn og félagið er í miklum fjárhagsvandræðum.

Pep hótar að hætta með City

Spænski knattspyrnustjórinn Pep Guardiola hefur hótað því að segja upp starfi sínu hjá Manchester City eftir að framkvæmdastjóri stuðningsmannaklúbbs félagsins bað hann um að halda sig við þjálfun.

Jafnt hjá Hollendingum og Tékkum í riðli Íslands

Hollendingar tóku á móti Tékkum í C-riðli undankeppni HM 2023 sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi í kvöld. Liðin leika með íslensku stelpunum í riðli, en lokatölur urðu 1-1.

Guðmundur Guðmundsson hættir með Melsungen

Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins og MT Melsungen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, er að hætta með liðið eftir erfiða byrjun á tímabilinu.

Kristján Örn hafði betur í Íslendingaslag

Elvar Ásgeirsson og félagar hans í Nancy tóku á móti Kristjáni Erni Kristjánssyni og félögum hans í PAUC í fyrstu umferð frönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld. Kristján Örn og félagar höfðu mikla yfirburði strax frá byrjun og unnu að lokum sannfærandi 12 marka sigur, 26-38.

Teitur skoraði fimm í naumu tapi

Teitur Örn Einarsson og félagar hans í IFK Kristianstad heimsóttu Redbergslids IK í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Teitur skoraði fjögur mörk þegar að liðið tapaði með minnsta mun, 30-29.

Guðlaugur Victor sá rautt er Schalke tapaði

Guðlaugur Victor Pálsson og félagar hans í Schalke tóku á móti Karlsruher SC í þýsku B-deildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 1-2, en Guðlaugur Victor var sendur snemma í sturtu.

Bayernstjarna í hjartaaðgerð

Ein af stjörnum Þýskalandsmeistara Bayern München, Kingsley Coman, verður frá keppni á næstunni eftir að hafa farið í aðgerð vegna hjartatruflana.

Hvít-Rússar með stórsigur gegn Kýpur í riðli Íslands

Hvíta-Rússland og Kýpur áttust við í C-riðli í undankeppni HM 2023 sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi í dag. Liðin eru með íslensku stelpunum í riðli, en það voru Hvít-Rússar sem unnu öruggan 4-1 sigur.

Jóhann Berg: Vitum að Arsenal gæti þótt erfitt að mæta hingað

Jóhann Berg Guðmundsson segir að hann og félagar hans hjá Burnley séu alveg spakir þrátt fyrir rýra uppskeru það sem af er leiktíð í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þeir ætli sér að hrella Arsenal á morgun líkt og á síðustu leiktíð.

Bæjarar spila í Októberfestbúningum

Þó að Októberfest verði ekki haldið í München í ár vegna kórónuveirufaraldursins þá munu leikmenn Bayern München klæðast sérstökum Októberfest-búningi þegar þeir mæta Bochum á morgun í þýsku 1. deildinni í fótbolta.

Sjá næstu 50 fréttir