Fleiri fréttir

Keflvíkingar unnu toppslaginn á lokakaflanum

Keflvíkingar eru enn einir á toppnum eftir sex stiga sigur gegn Þór Þorlákshöfn í Icelandic Glacial höllinni í kvöld. Lokatölur 88-94, en úrslitin réðust ekki fyrr en seint í fjórða leikhluta.

Aron bikar­meistari með Barcelona fjórða árið í röð

Aron Pálmarsson og félagar hans í Barcelona urðu í dag bikarmeistarar eftir nokkuð öruggan átta marka sigur á Abanca Ademar, lokatölur 35-27. Er þetta í fjórða sinn sem Aron verður bikarmeistari með liðinu, á fjórum árum.

Blikar sóttu sigur á Akur­eyri

Breiðablik gerði góða ferð norður er liðið mætti Þór/KA í Lengjubikar kvenna í dag. Fór það svo að Íslandsmeistararnir fóru með 2-0 sigur af hólmi.

Mikil­vægir sigrar hjá AGF og Al Arabi

Jón Dagur Þorsteinsson lék allan leikinn er AGF vann 1-0 útisigur á meisturum Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni. Þá vann Íslendingalið Al Arabi mikilvægan 1-0 sigur á Qatar SC er liðin mættust í úrvalsdeildinni í Katar í dag.

Jón Axel öflugur í sigri Fraport Skyliners

Jón Axel Guðmundsson átti einkar góðan leik er Fraport Skyliners sóttu sigur í greipar Göttingen í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Lokatölur 93-89 Skyliners í vil.

AC Milan setur pressu á nágranna sína

AC Milan vann í dag sannfærandi tveggja marka sigur á útivelli gegn Hellas Verona. Sigurinn færir AC Milan upp í 56 stig í öðru sæti, en nágrannar þeirra í Inter hafa 59 stig í efsta sæti og eiga einn leik til góða.

Sjötti tapleikur Liverpool í röð á Anfield

Liverpool tapaði fimmta heimaleiknum í röð í fyrsta sinn í sögu félagsins í miðri viku og nú hefur það sjötta bæst við. Fulham nálgast öruggt sæti og setur pressu á Brighton.

Steven Gerrard gerði Rangers að skoskum meisturum

Nú er það orðið ljóst að Rangers er skoskur meistari eftir að erkifjendur þeirra í Celtic mistókst að vinna Dundee United á útivelli. Rangers eru með 88 stig eftir 32 leiki á toppi skosku deildarinnar, 20 stigum á undan Celtic sem eru í öðru sæti.

Guðný spilaði allan leikinn og Lára kom inná í jafntefli

Napoli kíktu í heimsókn til Inter í Serie A í ítalska kvennaboltanum í dag. Niðurstaðan markalaust jafntefli, en Guðný Árnadóttir spilaði allan leikinn í vörn Napoli. Lára Kristín Pedersen kom inná á 59. mínútu leiksins.

Seinni bylgjan: Langþráð hvíld rædd í Lokaskotinu

Landsleikjahlé er framundan í Olís deildinn og strákarnir í Seinni bylgjunni ræddu um langþráða hvíld leikmanna og veltu fyrir sér hverjir gætu unnið deildina í liðnum Lokaskotið í Seinni bylgjunni í gær.

Guardiola með lúmskt skot á Liverpool

Manchester City er eina liðið sem hefur endað í efstu fjórum sætum ensku úrvalsdeildarinnar árið eftir að hafa unnið hana. Hann er stoltur af því að hans menn hafa aldrei endað neðar en í öðru sæti eftir að hafa unnið titilinn, og segir þann stöðugleika færa liðinu virðingu.

Bjarni Ófeigur skoraði eitt í endurkomu sinni

Bjarni Ófeigur Valdimarsson sem gekk til liðs við Skövde í sænsku úrvalsdeildinni undir lok seinasta árs snéri aftur á völlinn í gær. Bjarni hafði ekki spilað eða æft í um þrjá mánuði.

Neymar gæti náð leiknum gegn Barcelona á miðvikudag

Mauricio Pochettino, stjóri franska liðsin Paris Saint-Germain, segir að brasilíska stórstjarnan Neymar gæti verið búinn að ná sér af meiðslum þegar liðið mætir Barcelona í Meistaradeild Evrópu. Liðin mætast í París næstkomandi miðvikudag, en Neymar hefur verið frá síðan 10. febrúar.

Hvað er framundan í stjörnuleik NBA?

Stjörnuleikur NBA hefur seinustu ár verið hluti af stórri og bráðskemmtilegri helgi þar sem bestu leikmenn NBA deildarinnar mætast í einskonar sýningarleik. Þetta árið hefur dagskráin þó verið stytt úr heilli helgi niður í sex tíma.

Sir Alex Ferguson opnar sig um heilablæðingu

Í nýlegri mynd sem ber nafnið Sir Alex Ferguson: Never give in ræðir þessi fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United um það þegar hann lá á spítala eftir að blæddi inn á heila hjá honum í maí 2018.

Sjóðandi heitur Robert Lewandowski

Pólski framherjinn Robert Lewandowski hefur verið sjóðandi heitur síðustu misseri. Eftir þrennuna sem hann skoraði geng Dortmund í kvöld er hann kominn með 31 mark í 23 leikjum í þýsku úrvalsdeildinni.

Lee Westwood efstur fyrir lokahringinn

Englendingurinn Lee Westwood stendur best að vígi fyrir lokahring Arnold Palmer Invitational. Hann fór á 65 höggum í dag, eða heilum sjö höggum undir pari og er því í heildina 11 höggum undir pari.

Göppingen hafði betur þegar þeir heimsóttu Rhein-Neckar Löwen í Íslendingaslag

Rhein-Neckar Löwen fékk Göppingen í heimsókn í stórskemmtilegum leik í þýsku deildinni í kvöld. Þrír íslenskir leikmenn leika með þessum tveim liðum. Ýmir Örn Gíslason spilar fyrir Rhein-Neckar Löwen, en í herbúðum Göppingen eru þeir Gunnar Steinn Jónsson og Janus Daði Smárason. Janus Daði er að glíma við meiðsli og kom ekki við sögu í kvöld. Gunnar Steinn og Ýmir Örn skoruðu sitt markið hvor.

Danny Ings frá í nokkrar vikur

Danny Ings, leikmaður Southampton, þurfti að fara af velli snemma leiks í sigri liðsins gegn botnliði Sheffield United. Ings er markahæsti leikmaður Southampton á þessari leiktíð, og eftir aðeins einn sigurleik í síðustu níu gæti þetta reynst dýrkeypt.

Arnór setti sjö í sigri Bergischer

Arnór Þór Gunnarsson og félagar í Bergischer fengu Hannover-Burgdorf í heimsókn í kvöld og unnu fjögurra marka sigur. Arnór Þór var markahæsti maður vallarins með sjö mörk.

Robert Lewandowski með þrennu í Der Klassiker

Bayern Munich og Borussia Dortmund áttust við í stórleik helgarinnar í þýska boltanum. Niðurstaðan 4-2 sigur heimamanna, en gestirnir skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins á fyrstu 10 mínútunum.

Sjá næstu 50 fréttir