Körfubolti

Hvað er framundan í stjörnuleik NBA?

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
LeBron James er fyrirliði síns liðs sem mætir liði Kevin Durant í Sjörnuleiknum í kvöld
LeBron James er fyrirliði síns liðs sem mætir liði Kevin Durant í Sjörnuleiknum í kvöld AP Photo/Mark J. Terrill

Stjörnuleikur NBA hefur seinustu ár verið hluti af stórri og bráðskemmtilegri helgi þar sem bestu leikmenn NBA deildarinnar mætast í einskonar sýningarleik. Þetta árið hefur dagskráin þó verið stytt úr heilli helgi niður í sex tíma.

Í stað þess að heil helgi sé frátekin fyrir Stjörnuleik NBA og allt sem honum fylgir, er búið að troða öllu saman í sex klukkustunda prógram.

Veislan byrjar á „Taco Bell Skills Challenge“ áður en hin stórskemmtilega og vinsæla troðslukeppni fer fram. Að henni lokinni verður farið beint í þriggja stiga keppnina.

Allt þetta eru þó bara forréttir áður en stóri viðburðurinn fer fram, Stjörnuleikurinn sjálfur. LeBron James og Kevin Durant völdu sín lið á dögunum, og þó að keppnisskap manna sé ekki alltaf mjög mikið í þessum leikjum má búast við mikilli skemmtun og fallegum tilþrifum.

Nokkrir leikmenn höfðu áhyggjur af leiknum og viðburðinum í heild fyrir nokkrum vikum vegna ástandsins í Bandaríkjunum, en lítið sem ekkert hefur heyrst af því seinustu daga.

Útsending hefst klukkan 01:00 eftir miðnætti á Stöð 2 Sport 2.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×