Sport

Dagskráin í dag: Toppslagur í Þorlákshöfn, Stjörnuleikur NBA og Madrídarslagur

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
LeBron James raunamæddur eftir fjórða tapleikinn í röð.
LeBron James raunamæddur eftir fjórða tapleikinn í röð. Getty/Alex Goodlett

Tólf beinar útsendingar eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports og hliðarrásum í dag en þar ber hæst að nefna toppslag í Dominos deild karla, Stjörnuleik NBA og Madrídarslag þegar Real Madrid heimsækir nágranna sína í Atletico Madrid.

Dagurinn hefst klukkan 11.20 á beinni útsendingu frá ítalska boltanum þegar Genoa heimsækir Roma.

Bein útsending frá leik Atletico Madrid og Real Madrid hefst klukkan 15.05 á Stöð 2 Sport 3 og lokahringur Arnold Palmer Invitational hefst klukkan 17.30.

Keflavík sækir Þór Þorlákshöfn heim í toppslag í Dominos deild karla klukkan 18.05 og við endum kvöldið á Stjörnuleik NBA klukkan 01.00 eftir miðnætti þar sem Team LeBron mætir Team Durant.

Allar beinar úrsendingar má sjá með því að smella hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.