Fleiri fréttir

Enn einn sigur Tom Brady í úr­slita­keppninni

Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NFL í nótt. Buffalo hafði betur gegn Indianapolis, LA Rams hafði nokkuð þægilegan sigur gegn Seattle og Tampa Bay Buccaneers sigraði Washington.

Gary N­evil­le skipti fót­boltanum út fyrir net­bolta í gær

Gary Neville er fyrrum knattspyrnumaður sem nú lýsir leikjum hjá Sky Sports og kemur fram í þáttum á vegum sjónvarpsstöðvarinnar. Hann skipti hins vegar um íþrótt og stöð um helgina er hann lýsti netbolta (e. netball) í beinu streymi á netinu

Leikmenn smeykir við leikjaálagið framundan

Hildur Björg Kjartansdóttir, leikmaður Vals í Domino's deild kvenna í körfubolta, segir leikmenn þurfa að vera vel undirbúna fyrir það mikla leikjaálag sem verður í deildinni er hún hefst á ný í næstu viku.

Fyrsti sigur PSG undir stjórn Pochettino staðreynd

PSG vann 3-0 sigur á Brest í frönsku deildinni í kvöld. Þetta var fyrsti sigur liðsins undir stjórn Mauricio Pochettino en þetta var annar leikurinn sem liðið spilar síðan hann tók við liðinu.

Milan áfram á toppnum eftir sigur á Torino

AC Milan er á toppi ítölsku A-deildarinnar en tapaði í fyrsta sinn á tímabilinu gegn Juventus á miðvikudag. Í kvöld kom liðið hinsvegar til baka og vann 2-0 heimasigur á Torino.

Ari Freyr lagði upp í sigri

Landsliðsmaðurinn Ari Freyr Skúlason lagði upp fyrsta markið í 3-2 sigri Oostende á Sporting Charleroi í efstu deild í Belgíu.

Arsenal áfram eftir framlengingu

Bikarmeistarar Arsenal hófu titilvörn sína gegn Newcastle United á heimavelli. Lokatölur voru 2-0 sigur Arsenal eftir framlengingu.

Martin með sjö stoðsendingar í stórsigri

Martin Hermannsson spilaði 17 mínútur í stórsigri Valencia á Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Hann skoraði fimm stig og gaf sjö stoðsendingar.

Endar Eriksen hjá Tottenham á ný?

Christian Eriksen er úti í kuldanum hjá Inter Milan og það gæti orðið til þess að hann snúi aftur til Tottenham einungis einu ár eftir að hann yfirgaf félagið. Að sama skapi gæti Dele Alli yfirgefið Tottenham og farið til PSG.

Curry og LeBron í bana­stuði | Mynd­bönd

Stórskytturnar LeBron James og Steph Curry voru í miklu stuði í NBA körfuboltanum í nótt. LeBron var stigahæstur í sigri Lakers gegn Chicago og Curry skoraði flest stig Golden State í sigri á Clippers.

Bestu miðherjarnir mætast í Fíladelfíu

Það er engum ofsögum sagt að Nikola Jokic og Joel Embiid séu tveir af bestu miðherjum NBA, og kannski þeir tveir bestu, sérstaklega ef Anthony Davis, leikmaður Los Angeles Lakers, er flokkaður sem kraftframherji frekar en miðherji.

Meira kemur til með að mæða á Gylfa í bikarslagnum

Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið í stóru hlutverki hjá Everton síðustu vikur og útlit er fyrir enn meira mæði á honum í dag þegar liðið freistar þess að komast áfram í ensku bikarkeppninni í fótbolta.

„Neyðarlið“ Noregs skellti Hvít-Rússum

Til þess að trufla ekki undirbúning sinn fyrir HM í Egyptalandi tefldu Norðmenn fram varaliði í leikjum sínum við Hvíta-Rússland í undankeppni EM í handbolta.

Ekkert fær stöðvað Al Arabi

Íslendingaliðið Al Arabi er á mikilli siglingu í katarska boltanum. Liðið vann í dag fjórða deildarsigurinn í röð.

Sjá næstu 50 fréttir