Allt mótahald á dagskrá: „Þurfum að passa okkur vel svo að við fáum ekki aftur á okkur keppnis- og æfingabann“ Anton Ingi Leifsson skrifar 8. janúar 2021 19:46 Það voru fagnaðalæti í Laugardalnum í dag í höfuðstöðvum KKÍ sem og víðar. Stöð 2 skjáskot Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, var eðlilega himinlifandi með fréttir dagsins en í dag var tilkynnt að keppni í íslenskum íþróttum má fara af stað á nýjan leik frá og með næsta miðvikudegi. Þá verða tæplega hundrað dagar linir frá því að síðasta leiknum í íslenskri deildarkeppni í íþróttum fór fram og það hefur verið eðlilega mikið gleðihljóð í íþróttahreyfingunni í dag. Það má einnig segja af KKÍ. „Þetta er mikill gleðidagur. Að sjálfsögðu á enn eftir að gefa út reglugerðina en miðað við minnisblaðið og það sem ráðherra hefur sagt þá erum við mjög vongóð. Þetta er í þeim anda sem við bjuggumst við og vonuðumst eftir,“ sagði Hannes í dag. „Við erum mjög bjartsýn. Við þurfum að sjá reglugerðina en miðað við minnisblaðið og það sem kom út frá fundinum í morgun. Við erum að fara aftur á parketið á miðvikudaginn. Stelpurnar byrja á miðvikudaginn og svo koma hinar deildirnar.“ „Það sem er ofboðslega mikið gleðiefni er að það eru æfingar fyrir ungmennin okkar; 2004 til 2002 og þau geta svo hafið keppni í kjölfarið. Við vorum að hafa áhyggjur af brottfalli þarna. Þetta er mjög viðkvæmur hópur en nú mega þau æfa og fljótlega keppa. Það er margt að gleðjast yfir með þetta en við megum samt ekki gleyma að við þurfum áfram að fara varlega.“ Hannes segir að þó að fréttirnar í dag séu mikið gleðiefni, þá sé ansi mikilvægt að allir haldi áfram að passa sig, svo ekki þurfi að gera hlé á deildinni í annað sinn enda sé ansi mikið undir. „Veiran er langt frá því að vera farinn og við þurfum öll að taka þátt. Sama hvort það sé almennt í samfélaginu eða í íþróttahreyfingunni. Við í körfunni þurfum að passa okkur vel svo við fáum ekki aftur á okkur keppnis- eða æfingabann.“ „Það verður mikil íþróttaveisla næstu mánuðina. Fyrir okkur í körfuboltanum er ofboðslega gott að fara aftur af stað. Við vitum hvað gerðist í mars í fyrra, er við ásamt fleiri íþróttagreinum, þurftum að stöðva allt. Okkar annað keppnistímabil var undir en ef við pössum okkur er hér áfram hægt að spila íþróttir.“ Allt viðtalið við formanninn má sjá í spilaranum hér að neðan þar sem er farið yfir víðan völl. Hann nefnir meðal annars að allt Íslandsmótið verði spilað sem og bikarinn en spilað verði ansi þétt þar sem koma þurfi landsleikjahléum, bæði karla- og kvennamegin, í febrúar. Klippa: Sportpakkinn - Hannes um fréttir dagsins Íslenski körfuboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Þá verða tæplega hundrað dagar linir frá því að síðasta leiknum í íslenskri deildarkeppni í íþróttum fór fram og það hefur verið eðlilega mikið gleðihljóð í íþróttahreyfingunni í dag. Það má einnig segja af KKÍ. „Þetta er mikill gleðidagur. Að sjálfsögðu á enn eftir að gefa út reglugerðina en miðað við minnisblaðið og það sem ráðherra hefur sagt þá erum við mjög vongóð. Þetta er í þeim anda sem við bjuggumst við og vonuðumst eftir,“ sagði Hannes í dag. „Við erum mjög bjartsýn. Við þurfum að sjá reglugerðina en miðað við minnisblaðið og það sem kom út frá fundinum í morgun. Við erum að fara aftur á parketið á miðvikudaginn. Stelpurnar byrja á miðvikudaginn og svo koma hinar deildirnar.“ „Það sem er ofboðslega mikið gleðiefni er að það eru æfingar fyrir ungmennin okkar; 2004 til 2002 og þau geta svo hafið keppni í kjölfarið. Við vorum að hafa áhyggjur af brottfalli þarna. Þetta er mjög viðkvæmur hópur en nú mega þau æfa og fljótlega keppa. Það er margt að gleðjast yfir með þetta en við megum samt ekki gleyma að við þurfum áfram að fara varlega.“ Hannes segir að þó að fréttirnar í dag séu mikið gleðiefni, þá sé ansi mikilvægt að allir haldi áfram að passa sig, svo ekki þurfi að gera hlé á deildinni í annað sinn enda sé ansi mikið undir. „Veiran er langt frá því að vera farinn og við þurfum öll að taka þátt. Sama hvort það sé almennt í samfélaginu eða í íþróttahreyfingunni. Við í körfunni þurfum að passa okkur vel svo við fáum ekki aftur á okkur keppnis- eða æfingabann.“ „Það verður mikil íþróttaveisla næstu mánuðina. Fyrir okkur í körfuboltanum er ofboðslega gott að fara aftur af stað. Við vitum hvað gerðist í mars í fyrra, er við ásamt fleiri íþróttagreinum, þurftum að stöðva allt. Okkar annað keppnistímabil var undir en ef við pössum okkur er hér áfram hægt að spila íþróttir.“ Allt viðtalið við formanninn má sjá í spilaranum hér að neðan þar sem er farið yfir víðan völl. Hann nefnir meðal annars að allt Íslandsmótið verði spilað sem og bikarinn en spilað verði ansi þétt þar sem koma þurfi landsleikjahléum, bæði karla- og kvennamegin, í febrúar. Klippa: Sportpakkinn - Hannes um fréttir dagsins
Íslenski körfuboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti