Handbolti

„Undarlegasti aðdragandi að stórmóti sem ég hef upplifað“

Ísak Hallmundarson skrifar

Ísland tapaði fyrir Portúgal í undankeppni EM 2022 síðasta miðvikudag. Liðin mætast aftur í dag í seinni leiknum. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var í viðtali.

„Nú hefur enginn tími verið til undirbúnings, þetta er búið að vera undarlegasti aðdragandi að stórmóti sem ég hef upplifað á mínum ferli og hann er orðinn nokkuð langur. Það er mjög sérstakt að koma saman eftir áramót, geta ekki æft milli jóla og nýárs til að mynda, út af sóttvarnarreglum og koma svo hér 2. janúar og vera ekki einu sinni kominn með allt liðið, vegna þess að menn voru ekki komir úr sóttkví,“ sagði Guðmundur. 

Ísland og Portúgal mætast síðan aftur þann 14. janúar á HM í Egyptalandi en eins og Guðmundur segir er þetta mjög sérstakur aðdragandi að stórmóti.

Allt viðtalið má sjá hér efst í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×