Fleiri fréttir

Skákaði Totti Ellen? | Fagnaði með selfie

Francesco Totti fagnaði glæsilegu seinna marki sínu gegn Lazio í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag með að ná sér í síma og taka selfie með stuðingsmenn Roma í baksýn eins sjá má hér að neðan.

Frakkar líta vel út fyrir HM í Katar

Franska landsliðið í handbolta er langt komið í undirbúningi sínum fyrir heimsmeistarmótið í handbolta í Katar eftir sigur á æfingamóti í Frakklandi um helgina.

Juventus með þriggja stiga forystu

Juventus náði þriggja stiga forystu á toppi ítölsku A-deildarinnar í fótbolta í kvöld þegar liðið lagði Napoli 3-1 á útivelli.

Sissoko langar til Arsenal

Moussa Sissoko leikmaður Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta fer ekkert leynt með að hann hefur hug á að fara til stærra félags og þá sé Arsenal draumafélagið hans.

Þjálfari Jóhanns Bergs rekinn

Charlton hefur sagt þjálfaranum Bob Peeters upp störfum. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins en íslenski landsliðmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson leikur með liðinu.

Szczesny reykti sig ekki á bekkinn

Arsene Wenger knattspyrnustóri Arsenal segir agabrot ekki vera ástæðu þess að hann hafi valið David Ospina í mark Arsenal í sigrinum á Stoke í dag fram yfir Wojciech Szczesny.

Guðmundur fer með 17 til Katar

Guðmundur Guðmundsson landsliðþjálfari Danmerkur í handbolta hefur tilkynnt að hann fari með 17 leikmenn til Katar en hann sendi Nikolaj Markussen heim eftir leikinn gegn Íslandi í gær.

Rooney: Vorum betri

Wayne Rooney fyrirliði Manchester United segir lið sitt hafa verið betri aðilinn þegar liðið tapaði 1-0 fyrir Southampton á heimavelli, í leik þar sem United átti ekki skot á mark Southampton.

Íslenska U21 liðð lauk leik með sigri

Íslenska U21 árs landsliðið í handbolta lagði Eistland 31-28 í síðasta leik sínum í undankeppni heimsmeistarakeppninnar sem fram fer í Brasilíu í sumar. Ísland varð í öðru sæti í riðlinum.

Debuchy fór úr axlarlið gegn Stoke

Varnarmaðurinn Mathieu Debuchy hjá Arsenal fór úr axlarlið þegar Arsenal lagði Stoke í dag og verður því aftur fjarverandi vegna meiðsla.

Swansea samþykkti tilboð City í Bony

Enska úrvalsdeildarliðið Swansea City sem Gylfi Þór Sigurðsson leikur með hefur samþykkt tilboð Englandsmeistara Manchester City í framherjann Wilfried Bony.

HM hópurinn klár | Guðmundur Árni dettur út

Aron Kristjánsson landsliðþjálfari Íslands í handbolta tilkynnti rétt í þessu leikmannahópinn sem hann fer með á heimsmeistaramótið í Katar. Guðmundur Árni Ólafsson dettur út.

Barcelona lagði Unicaja í framlengdum leik

Barcelona lagði Unicaja á heimavelli í toppslag í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag 114-108. Jón Arnór Stefánsson skoraði 9 stig fyrir Unicaja.

Inter lagði Genoa í fyrsta leik Podolski í byrjunarliði

Inter frá Milan lagði Genoa 3-1 í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag. Nemanja Vidic gerði út um leikinn undir lok leiksins en Lukas Podolski var í fyrsta sinn í byrjunarliði Inter eftir félagsskiptin frá Arsenal.

Fuglaveisla á Hawaii

Mikil spenna ríkir á fyrsta móti ársins á PGA-mótaröðinni en fjórir kylfingar deila efsta sætinu eftir tvo hringi á Kapalua vellinum á 11 höggum undir pari.

Guardiola segist ekki á eftir Varane

Pep Guardiola þjálfari Þýskalandsmeistara Bayern Munchen segir ekkert hæft í því hann sé á eftir miðverðinum Raphael Varane hjá Real Madrid.

Lélegast landsleikur Mikkel Hansen segir sérfræðingur

Bent Nyegaard sérfræðingur dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 gefur dönsku leikmönnum einkunnir eftir leiki landsliðsins og sagði hann meðal annars að hann myndi ekki eftir lélegri landsleik hjá Mikkel Hansen en í gær þegar Ísland lagði Danmörku.

Sjá næstu 50 fréttir