Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 32-32 | Strákarnir hársbreidd frá sigri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. janúar 2015 13:00 Vísir/Ernir Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu gerðu jafntefli við Slóveníu í síðasta æfingaleik sínum fyrir HM í Katar sem hefst á fimmtudaginn. Slóvenar voru þó mun sterkari aðilinn lengst af í dag og leiddu í hálfleik, 18-15. Strákarnir leyfðu þeim þó aldrei að stinga af þó svo að það hafi lengst af vantað mikið upp á vörn og markvörslu í íslenska liðinu. Björgvin Páll Gústavsson kom þó inn af miklum krafti á lokamínútum leiksins á bak við 3-2-1 vörnina sem Ísland spilaði á lokakaflanum. Hann varði fjögur skot í röð og Ísland var með frumkvæðið á lokakaflanum. Vid Kavticnik jafnaði metin fyrir Slóveníu þegar 40 sekúndur voru eftir og Ísland fékk lokasóknina í leiknum. Aron Pálmarsson kom sér í fínt færi en Matevz Skok varði frá honum. Það var þó brotið á Aroni en slakir dómarar leiksins dæmdu ekkert. Strákarnir geta þó fyrstu og fremst sjálfum sér um kennt. Ásgeir Örn Hallgrímsson lét verja frá sér úr opnu færi þegar tæpar tvær mínútur voru eftir og tapaði svo boltanum í næstsíðustu sókn Íslands. Frammistaða Íslands í dag var ekki svipur hjá sjón samanborið við leikinn gegn Danmörku í gær, lengst af í leiknum. Slóvenar lentu ekki í neinum vandræðum við flata og bragðdaufa 6-0 vörn Íslands og markvarsla þeirra Björgvins Páls og síðar Arons Rafns Eðvarðssonar bætti ekkert úr málum. Strákarnir voru því að elta allan leikinn en misstu þó Slóvena aldrei meira en fjórum mörkum frá sér. Aron Pálmarsson þurfti nokkrar mínútur til að stilla miðið en tók mikið til sín, rétt eins og Alexander Petersson. Leikmenn voru þó duglegir að leita inn á Róbert á línunni sem skoraði sex mörk úr jafn mörgum skotum og fiskaði eitt víti þar að auki. Arnór Þór Gunnarsson skoraði einnig sex mörk, rétt eins og Alexander, og nýtti öll færin sín, eins og Róbert. Aron kom svo næstur með fimm mörk. Stefán Rafn Sigurmannsson nýtti sín færi vel og Guðmundur Árni Ólafsson fékk dýrmætar mínútur til að sýna sig. En heilt yfir vantaði nokkuð mikið upp á frammistöðu Íslands, og þá sérstaklega í vörninni þar sem ákefðina vantar sem varnarleikur Íslands útheimtir. Aron Kristjánsson hefur þó enn tíma til að skerpa á nokkrum hlutum í íslenska liðinu áður en strákarnir mæta Svíum í fyrsta leik á föstudaginn. Miðað við frammistöðuna í gær er ljóst að Ísland á erindi í hvaða lið sem er en ef einbeitningin og ákefðin er ekki til staðar, líkt og tilfellið var lengst af í dag, er voðinn vís. HM 2015 í Katar Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu gerðu jafntefli við Slóveníu í síðasta æfingaleik sínum fyrir HM í Katar sem hefst á fimmtudaginn. Slóvenar voru þó mun sterkari aðilinn lengst af í dag og leiddu í hálfleik, 18-15. Strákarnir leyfðu þeim þó aldrei að stinga af þó svo að það hafi lengst af vantað mikið upp á vörn og markvörslu í íslenska liðinu. Björgvin Páll Gústavsson kom þó inn af miklum krafti á lokamínútum leiksins á bak við 3-2-1 vörnina sem Ísland spilaði á lokakaflanum. Hann varði fjögur skot í röð og Ísland var með frumkvæðið á lokakaflanum. Vid Kavticnik jafnaði metin fyrir Slóveníu þegar 40 sekúndur voru eftir og Ísland fékk lokasóknina í leiknum. Aron Pálmarsson kom sér í fínt færi en Matevz Skok varði frá honum. Það var þó brotið á Aroni en slakir dómarar leiksins dæmdu ekkert. Strákarnir geta þó fyrstu og fremst sjálfum sér um kennt. Ásgeir Örn Hallgrímsson lét verja frá sér úr opnu færi þegar tæpar tvær mínútur voru eftir og tapaði svo boltanum í næstsíðustu sókn Íslands. Frammistaða Íslands í dag var ekki svipur hjá sjón samanborið við leikinn gegn Danmörku í gær, lengst af í leiknum. Slóvenar lentu ekki í neinum vandræðum við flata og bragðdaufa 6-0 vörn Íslands og markvarsla þeirra Björgvins Páls og síðar Arons Rafns Eðvarðssonar bætti ekkert úr málum. Strákarnir voru því að elta allan leikinn en misstu þó Slóvena aldrei meira en fjórum mörkum frá sér. Aron Pálmarsson þurfti nokkrar mínútur til að stilla miðið en tók mikið til sín, rétt eins og Alexander Petersson. Leikmenn voru þó duglegir að leita inn á Róbert á línunni sem skoraði sex mörk úr jafn mörgum skotum og fiskaði eitt víti þar að auki. Arnór Þór Gunnarsson skoraði einnig sex mörk, rétt eins og Alexander, og nýtti öll færin sín, eins og Róbert. Aron kom svo næstur með fimm mörk. Stefán Rafn Sigurmannsson nýtti sín færi vel og Guðmundur Árni Ólafsson fékk dýrmætar mínútur til að sýna sig. En heilt yfir vantaði nokkuð mikið upp á frammistöðu Íslands, og þá sérstaklega í vörninni þar sem ákefðina vantar sem varnarleikur Íslands útheimtir. Aron Kristjánsson hefur þó enn tíma til að skerpa á nokkrum hlutum í íslenska liðinu áður en strákarnir mæta Svíum í fyrsta leik á föstudaginn. Miðað við frammistöðuna í gær er ljóst að Ísland á erindi í hvaða lið sem er en ef einbeitningin og ákefðin er ekki til staðar, líkt og tilfellið var lengst af í dag, er voðinn vís.
HM 2015 í Katar Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira