Aron: Hef áhyggjur af markvörslunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. janúar 2015 18:45 Aron Kristjánsson Vísir/Pjetur Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska liðsins, segir að það sé margt hægt að bæta við leik Íslands en strákarnir gerðu fyrr í dag jafntefli við Slóveníu, 32-32, í síðasta æfingaleik sínum fyrir HM í Katar. Eftir erfiða byrjun náðu strákarnir að vinna sig inn í leikinn gegn Slóveníu með frábærum lokakafla og voru þeir óheppnir að landa ekki sigrinum. Strákarnir voru þó að elta allan leikinn og voru langt frá sínu besta í varnarleiknum. Markvarslan var í takti við það og í algjöru lágmarki þar til að Björgvin Páll Gústavsson hrökk í gang á lokamínútum leiksins. „Við komum mjög illa inn í leikinn í dag og vantaði allan hreyfanleika á vörnina. Þeir röðuðu á okkur mörkum fyrstu mínúturnar en þó svo að það hafi aðeins hægst á því hjá þeim fengum við samt alltaf á okkur mörk,“ segir Aron. „Við vorum flatir í vörninni og þeir opnuðu mikið inn á líuna hjá sér. Við lásum leikinn ekki nægilega vel en það lagaðist þó aðeins í seinni hálfleik. Sóknarleikurinn var samt fínn hjá okkur - við skoruðum 32 mörk og sköpuðum mikið af færum. Það komu ekki margir kaflar í honum þar sem við lentum í vandræðum.“ Aron tefldi fram 3-2-1 vörninni á lokakafla leiksins sem gaf góða raun. „Það var margt jákvætt í henni og þvingaði Slóvenana í ákveðin skot. Það er erfitt að spila svona vörn gegn jafn teknísku liði og Slóveníu en það hjálpaði okkur í dag. Heilt yfir eru vankantar á henni sem við getum enn unnið í en það er framför í vörninni miðað við leikinn gegn Þýskalandi.“ „Gegn Dönum varn 6-0 vörnin, maður gegn manni, sterkari. En eftir leikinn í dag hefur maður meiri áhyggjur af markvörslunni og þá voru þeir grimmir að refsa okkur fyrir hægar skiptingar á milli sóknar og varnar. Það þarf að minnka skaðann í þeim aðgerðum.“ Strákarnir halda nú til Katar frá Kaupmannahöfn á þriðjudag og mun Guðjón Valur Sigurðsson, sem spilaði ekkert með Íslandi um helgina af persónulegum ástæðum, hitta strákana og halda með þeim til Doha. „Við fáum svo tvo æfingadaga í Katar þar sem við getum unnið í þeim hlutum sem við þurfum að fá í gang fyrir leikinn gegn Svíum á föstudag.“ Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 32-32 | Strákarnir hársbreidd frá sigri Öflugur lokakafli bætti upp fyrir slæman leik Íslands gegn Slóveníu í Danmörku í dag. 11. janúar 2015 13:00 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira
Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska liðsins, segir að það sé margt hægt að bæta við leik Íslands en strákarnir gerðu fyrr í dag jafntefli við Slóveníu, 32-32, í síðasta æfingaleik sínum fyrir HM í Katar. Eftir erfiða byrjun náðu strákarnir að vinna sig inn í leikinn gegn Slóveníu með frábærum lokakafla og voru þeir óheppnir að landa ekki sigrinum. Strákarnir voru þó að elta allan leikinn og voru langt frá sínu besta í varnarleiknum. Markvarslan var í takti við það og í algjöru lágmarki þar til að Björgvin Páll Gústavsson hrökk í gang á lokamínútum leiksins. „Við komum mjög illa inn í leikinn í dag og vantaði allan hreyfanleika á vörnina. Þeir röðuðu á okkur mörkum fyrstu mínúturnar en þó svo að það hafi aðeins hægst á því hjá þeim fengum við samt alltaf á okkur mörk,“ segir Aron. „Við vorum flatir í vörninni og þeir opnuðu mikið inn á líuna hjá sér. Við lásum leikinn ekki nægilega vel en það lagaðist þó aðeins í seinni hálfleik. Sóknarleikurinn var samt fínn hjá okkur - við skoruðum 32 mörk og sköpuðum mikið af færum. Það komu ekki margir kaflar í honum þar sem við lentum í vandræðum.“ Aron tefldi fram 3-2-1 vörninni á lokakafla leiksins sem gaf góða raun. „Það var margt jákvætt í henni og þvingaði Slóvenana í ákveðin skot. Það er erfitt að spila svona vörn gegn jafn teknísku liði og Slóveníu en það hjálpaði okkur í dag. Heilt yfir eru vankantar á henni sem við getum enn unnið í en það er framför í vörninni miðað við leikinn gegn Þýskalandi.“ „Gegn Dönum varn 6-0 vörnin, maður gegn manni, sterkari. En eftir leikinn í dag hefur maður meiri áhyggjur af markvörslunni og þá voru þeir grimmir að refsa okkur fyrir hægar skiptingar á milli sóknar og varnar. Það þarf að minnka skaðann í þeim aðgerðum.“ Strákarnir halda nú til Katar frá Kaupmannahöfn á þriðjudag og mun Guðjón Valur Sigurðsson, sem spilaði ekkert með Íslandi um helgina af persónulegum ástæðum, hitta strákana og halda með þeim til Doha. „Við fáum svo tvo æfingadaga í Katar þar sem við getum unnið í þeim hlutum sem við þurfum að fá í gang fyrir leikinn gegn Svíum á föstudag.“
Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 32-32 | Strákarnir hársbreidd frá sigri Öflugur lokakafli bætti upp fyrir slæman leik Íslands gegn Slóveníu í Danmörku í dag. 11. janúar 2015 13:00 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 32-32 | Strákarnir hársbreidd frá sigri Öflugur lokakafli bætti upp fyrir slæman leik Íslands gegn Slóveníu í Danmörku í dag. 11. janúar 2015 13:00