Handbolti

Danmörk fór létt með Svíþjóð og vann æfingamótið

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Guðmundur fagnaði sigri á mótinu þó liðið hafi tapað fyrir Íslandi
Guðmundur fagnaði sigri á mótinu þó liðið hafi tapað fyrir Íslandi vísir/getty
Danmörk skellti Svíþjóð 28-19 í úrslitaleik fjögurra liða æfingamótsins í Danmörku og Svíþjóð sem lauk í dag. Ísland hafnaði í þriðja sæti mótsins.

Danmörk var mikið betri aðilinn í leiknum og var sigurinn aldrei í hættu. Danmörk lék frábæran varnarleik og var ákveðið að sýna að varnarleikurinn gegn Íslandi í gær var ekki það sem koma skal þegar liðið mætir á HM í Katar.

Danmörk var 15-7 yfir í hálfleik og átti Svíþjóð í reynd aldrei möguleika í leiknum. Með sigrinum tryggði Danmörk sér sigur á mótinu. Svíþjóð hafnaði í öðru sæti og Ísland í því þriðja. Slóvenía rak lestina með eitt stig sem það fékk gegn Íslandi fyrr í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×