Handbolti

Lélegast landsleikur Mikkel Hansen segir sérfræðingur

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Gummi fær 3 í einkunn hjá sérfræðingnum
Gummi fær 3 í einkunn hjá sérfræðingnum vísir/getty
Bent Nyegaard sérfræðingur dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 gefur dönsku leikmönnum einkunnir eftir leiki landsliðsins og sagði hann meðal annars að hann myndi ekki eftir lélegri landsleik hjá Mikkel Hansen en í gær þegar Ísland lagði Danmörku.

Nyegaard er reynslu mikill handboltasérfræðingur sem mark er tekið á. Hann gefur leikmönnum umsögn og einkunn frá 0 til 6. Guðmundi Guðmundssyni þjálfara Danmerkur gaf hann 3 í einkunn.

Hann sagði að Guðmundur hafi brugðist í útgangpunkti sínum, sem er varnarleikurinn en Ísland átti ekki í vandræðum með að skapa sér færi í gær. Nyegaard hrósaði Guðmundir aftur á móti fyrir að hafa brugðist við þegar hlutirnir gengu ekki upp og hafa fundið lausn sem var Damgaard þó það hafi ekki dugað.

Michael Damgaard var eini Daninn sem fékk fullt hús stiga eða 6 stig hjá Nyegaard en næstir á eftir honum í einkunnargjöfinni voru Anders Eggert, Casper Mortensen, Hans Lindberg og Jesper Nöddesbo sem allir fengu 4 í einkunn.

Bo Spellerberg og Rasmus Lauge fengu 3 í einkunn og Jannick Green, Lasse Svan Hansen, Rene Toft, Henrik Toft, Mad Christiansen, Henrik Möllgaard og Mikkel Hansen 2.

Nyegaard sagðist ekki muna eftir lélegri landsleik hjá Mikkel Hansen og sagði hann hafa átt í vandræðum gegn varnarleik Alexanders Peterssonar.

Lægstu einkunnina fékk markvörðurinn frábæri Niklas Landin. Hann fékk 1 í einkunn og umsögnina; „það er mjög sjaldgæft að það gerist að hann komist ekki í neinn takt við leikinn. Að 18 skot af 21 skuli fara í netið. Það er óásættanlegt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×