Handbolti

Guðmundur fer með 17 til Katar

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson fer með sterkan hóp til Katar
Guðmundur Guðmundsson fer með sterkan hóp til Katar vísir/getty
Guðmundur Guðmundsson landsliðþjálfari Danmerkur í handbolta hefur tilkynnt að hann fari með 17 leikmenn til Katar en hann sendi Nikolaj Markussen heim eftir leikinn gegn Íslandi í gær.

Guðmundur fer með tvo markverði, fjóra hornamenn, þrjá línumenn og átta leikmenn sem leika fyrir utan.

Nikolaj Markussen var mjög skúffaður yfir því að vera ekki valinn og segist hann ekki hafa fengið næg tækifæri hjá Guðmundi til að sanna sig.

„Ég er mjög ósáttur og þreyttur á stöðunni. En þetta kemur ekki á óvart. Ég vissi frá byrjun að ég kom ekki til greina,“ sagði Markussen.

„Það er erfitt að sannfæra fólk á fimm mínútum í handbolta.“

Hópur Guðmundar:

Markmenn:

Niklas Landin

Jannick Green



Hornamenn:


Hans Lindberg

Lasse Svan

Anders Eggert

Casper U. Mortensen

Línumenn:

Henrik Toft Hansen

René Toft Hansen

Jesper Nøddesbo

Útispilarar:

Kasper Søndergaard

Mads Christiansen

Mads Mensah Larsen

Rasmus Lauge Schmidt

Mikkel Hansen

Michael Damgaard

Henrik Møllgaard

Bo Spellerberg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×