Fleiri fréttir

Obama fékk Hrafnana í heimsókn

Liðsmenn Baltemore Ravens, sem stóðu uppi sem sigurvegarar í NFL-deildinni á síðustu leiktíð, kíktu í heimsókn til forseta Bandaríkjanna, Barack Obama.

Leiknir á toppinn eftir sigur á Þrótti

Leiknir vann í kvöld fínan sigur á Þrótti í 1. deild karla í knattspyrnu og fóru í leiðinni á toppinn í deildinni. Leikurinn fór fram á Valbjarnarvelli, heimavelli Þróttara.

Pálína mun yfirgefa Keflavík

Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Keflavíkur, hefur ákveðið að framlengja ekki við félagið og mun yfirgefa félagið í sumar.

Aldís Kara ökklabrotnaði

Töluverð meiðsli herja á herbúðir Pepsi-deildarliðs Breiðabliks sem beið lægri hlut gegn FH í gærkvöldi.

Settu himinháan verðmiða á Kára

"Við hugsum mjög vel um okkur. Allt í kringum liðið er tipp topp og ekkert yfir neinu að kvarta," segir miðvörðurinn Kári Árnason.

Þjálfari ársins í NBA-deildinni rekinn

Það er ekki alltaf dans á rósum að vera þjálfari í íþróttum. Það hefur þjálfari ársins í NBA-deildinni, George Karl, nú fengið að reyna.

Sendu Óla Stef þakkarkveðju

Það styttist í að besti handboltamaður Íslandssögunnar, Ólafur Stefánsson, spili sinn síðasta landsleik fyrir Ísland.

Hægt að nýta fjarveru Gylfa til góðs

Lars Lagerbäck, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, er bjartsýnn fyrir viðureign Íslands og Slóveníu í undankeppni HM 2014 á Laugardalsvelli á morgun.

Elfar Freyr gæti spilað með Blikum

Miðvörðurinn Elfar Freyr Helgason æfir þessa dagana með Breiðabliki. Hann er samningsbundinn Randers í Danmörku til 1. júlí en gæti eftir það spilað með Blikum.

Miðarnir rjúka út

Allt stefnir í að uppselt verði á landsleik Íslands og Slóveníu í undankeppni HM 2014 sem fram fer á Laugardalsvelli annað kvöld.

Þórarinn Ingi söng um kartöflur

Þórarinn Ingi Valdimarsson var formlega vígður inn í íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu í gær. Þórarinn Ingi söng landsþekktan slagara úr smiðju félaga síns úr Vestmannaeyjum.

Sjö lykilmenn vantar í landsliðshóp Arons

Aron Kristjánsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, hefur valið 17 manna hóp fyrir leikinn gegn Hvíta Rússlandi í undankeppni EM sem fram fer ytra þann 12. júní.

Mágur Suarez á íslenska kærustu

"Hann er hæfileikaríkur og ungur strákur. Hann spilaði vel í gær. Það er alls ekkert ólíklegt að við getum notað hann," segir Rúnar Kristinsson þjálfari KR í Pepsi-deild karla.

Þýskur dómarakvartett

Felix Zwayer frá Þýskalandi verður í aðalhlutverki þegar Ísland tekur á móti Slóveníu í undankeppni HM 2014 annað kvöld.

Eins og í lygasögu

Fyrsti lax sumarsins tók í þriðja kasti og var það Bjarni Júlíusson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, sem veiddi fiskinn í Norðurá í gærmorgun.

Strákarnir benda mér á villurnar

"Það er mjög gott að vera kominn heim. Það er alltaf gott að komast til Íslands," segir Birkir Bjarnason miðjumaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu.

Upp um 70 sæti á einu ári

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er komið í 61. sæti á styrkleikalista FIFA. Liðið fer upp um tólf sæti á milli mánaða.

Ásdís kastar í Róm

Spjótkastskonan Ásdís Hjálmsdóttir verður á meðal keppenda á Demantamóti í Róm í kvöld.

Gunnhildur og Mist á skotskónum

Landsliðskonurnar Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Mist Edvardsdóttir skoruðu fyrir lið sín í bikarsigrum í gærkvöldi.

Mágur Luis Suárez lék með KR

Kjartan Henry skoraði tvö mörk fyrir KR sem lagði Fjölni að velli 3-2 í æfingaleik á KR-vellinum í gærkvöldi. Annar leikmaður vakti þó meiri athygli.

Erfiðar aðstæður í Blöndu

Veiðin í Blöndu var dræm í gær enda aðstæður slæmar. Hermanni Svendsen tókst þó að landa tveimur vænum tveggja ára löxum. Fyrsta fisknum var landað fyrir hádegi og var hann á bilinu 10 til 12 pund. Í gærkvöldi veiddi hann síðan 14 punda hrygnu. Báðir laxarnir veiddust á veiðistað sem kallaður er Dammurinn.

Hannes Jón fyllti okkur eldmóði

"Það var gríðarlega erfitt fyrir mig sem þjálfara að fylgjast með Hannesi ganga í gegnum allt þetta," sagði Aðalsteinn Eyjólfsson um nýliðið tímabil hjá Hannesi Jóni Jónssyni sem greindist með krabbamein í haust.

Fór eftir að Geir bað guð að blessa Ísland

Aðalsteinn Eyjólfsson er kominn með lið sitt í bestu deild í heimi eftir að hafa tekið við því í neðri hluta suðurriðils þýsku B-deildarinnar fyrir þremur árum. Hann er enn með sama kjarna leikmanna og þá.

Kynslóðaskiptin fyrr en reiknað var með

"Fókusinn hefur verið á það neikvæða. Einblínt hefur verið á úrslit leikja og þau mistök sem gerð hafa verið,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari Íslands.

Forseti Genoa réðst á blaðamann

Enrico Preziosi, forseti Genoa, var ekki parsáttur með ítalska fjölmiðla um daginn en hann veittist að blaðamanni, sparkaði í hann og henti myndavél mannsins í jörðina.

Alfreð: Einn mikilvægasti leikur sem Ísland hefur spilað

"Er ekki alltaf næsti landsleikur sá allra mikilvægasti,“ sagði Alfreð Finnbogason, leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, í viðtali við Valtý Björn Valtýsson, íþróttafréttamann Stöðvar 2, í vikunni.

Magni á leiðinni í KR

Körfuknattleiksmaðurinn Ingvaldur Magni Hafsteinsson mun leika með KR á næsta tímabili en hann hefur verið á mála hjá Fjölni að undanförnu. Þetta kom fram á vefsíðunni karfan.is í kvöld.

Jón Arnór: Var ekki sáttur við spilatímann

Jón Arnór Stefánsson, leikmaður CAI Zaragoza, var nokkuð sáttur við frammistöðu liðsins gegn Real Madrid þrátt fyrir að liðinu hafi verið sópað út úr undanúrslitunum 3-0.

Brawn: Hamilton þarf bara smá tíma

Keppnistímabil Lewis Hamilton hefur ekki byrjað neitt sérstaklega vel hjá Mercedes í ár. Hann hefur jafnan klárað mótin á eftir liðsfélaga sínum Nico Rosberg og oftast verið hægari en hann í tímatökum.

Chicharito verður áfram

Javier Hernandez hefur ekki í hyggju að leita annað í sumar. Hann ætlar að berjast fyrir sæti sínu hjá Manchester United.

Slow motion í Grikklandi

Það er tilkomumikið að fylgjast með reyndum hæfileikamönnum stýra sérsmíðuðum og ógnarkraftmiklum bílum í gegnum beygjur. Sumir bókstaflega lifa fyrir það. Aðrir tengja ekki við það.

Rooney vill frekar spila í sókninni

"Ég er framherji. Ég vil skora fleiri mörk,“ sagði Wayne Rooney í samtali við knattspyrnutímaritið Four Four Two á dögunum.

Sjá næstu 50 fréttir