Íslenski boltinn

Mágur Luis Suárez lék með KR

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gonzalo Balbi á  KR-vellinum í gær.
Gonzalo Balbi á KR-vellinum í gær. Mynd/Óli Brynjar Halldoórsson

Kjartan Henry skoraði tvö mörk fyrir KR sem lagði Fjölni að velli 3-2 í æfingaleik á KR-vellinum í gærkvöldi. Annar leikmaður vakti þó meiri athygli.

Gonzalo Balbi lék seinni hálfleikinn með KR-ingum en hann hefur æft með Vesturbæjarliðinu í vikunni. Balbi, sem fagnaði 21 árs afmæli sínu í gær, er mágur Luis Suárez að því er fram kemur á heimasíðu KR.

Luis Suarez þekkja allir knattspyrnuunnendur enda einn allra besti knattspyrnumaður heims. Suarez, sem leikur með Liverpool, er giftur Sofiu Balbi. Þau kynntust í Úrúgvæ þegar Suarez var 15 ára en Balbi 13 ára.

Bróðir hennar, Gonzalo Balbi, flutti til Spánar þegar hann var ellefu ára í von um frægð og frama í knattspyrnu. Hann var valinn í Nike Football Academy leiktíðina 2011-2012. Í akademíunni voru 16 leikmenn. Þeir voru valdir úr 100 leikmanna hópi sem æfði í Barcelona í fyrra en upphaflega sóttust um 150 milljón leikmenn um allan heim að komast í akademíuna.

Haukur Heiðar Hauksson var einnig í byrjunarliði KR í gærkvöldi. Útlit er fyrir að þeir Kjartan Henry verið klárir í slaginn þegar KR sækir FH heim á mánudagskvöldið í stórleik 6. umferðar Pepsi-deildar karla.

Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×