Íslenski boltinn

Mágur Suarez á íslenska kærustu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gonzalo Balbi.
Gonzalo Balbi. Mynd/Twittersíða Balbi

„Hann er hæfileikaríkur og ungur strákur. Hann spilaði vel í gær. Það er alls ekkert ólíklegt að við getum notað hann," segir Rúnar Kristinsson þjálfari KR í Pepsi-deild karla.

21 árs Spánverji, Gonzalo Balbi, kom inn á í æfingaleik KR gegn Fjölni í Vesturbænum í gærkvöldi. Balbi er hægri bakvörður og þótti standa sig vel.

„Hann fékk nokkrar mínútur," segir Rúnar um Spánverjann sem er í sumarfríi á Íslandi með íslenskri kærustu sinni. Hann setti sig í samband við íslenskan umboðsmann og í framhaldinu fékk hann að mæta á æfingar hjá KR.

„Leikurinn var nú bara í gærkvöldi Við ætlum að setjast yfir málin í dag og skoða þetta," segir Rúnar aðspurður hvort KR-ingar ætli að semja við hann áður en félagaskiptaglugginn opnar í júlí.

Kjartan Henry Finnbogason spilaði 90 mínútur með KR-ingum í gær og Haukur Heiðar Hauksson fyrri hálfleikinn. Haukur Heiðar hefur náð sér að fullu og Rúnar reiknar ennfremur með því að Kjartan Henry verði í leikmannahópi KR-inga sem sækja FH heim á mánudagskvöldið.

Andri Ólafsson og Brynjar Björn Gunnarsson glíma enn við meiðsli. Óvíst er hve lengi þeir verða frá keppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×