Fótbolti

Þórarinn Ingi söng um kartöflur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þórarinn Ingi á æfingu með landsliðinu í vikunni.
Þórarinn Ingi á æfingu með landsliðinu í vikunni. Mynd/Daníel

Þórarinn Ingi Valdimarsson var formlega vígður inn í íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu í gær. Þórarinn Ingi söng landsþekktan slagara úr smiðju félaga síns úr Vestmannaeyjum.

Strákarnir í íslenska landsliðinu þurfa að syngja lag að eigin vali fyrir félaga sína í landsliðinu. Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður liðsins, heldur vel utan um vígslurnar.

Samkvæmt heimildum Vísis söng Þórarinn Ingi lag Árna Johnsen um kartöflurnar í Þykkvabæ af hjartans innlifun. Hann kunni textann reiprennandi og vakti frammistaðan mikla lukku.

„Hann ætti þó aldrei að íhuga að leggja sönginn fyrir sig sem fag. Bara syngja til gamans í góðum gír, t.d. í hvítu tjaldi á Þjóðhátíð þar sem allir syngja beint frá hjartanu," sagði heimildarmaður Vísis um frammistöðu Þórarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×