Fótbolti

City greiðir 30 milljónir punda fyrir Fernandinho

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fernandinho í leik með Shakhtar Donetsk
Fernandinho í leik með Shakhtar Donetsk Mynd. / Getty Images

Manchester City hefur formlega fest kaup á brasilíska miðjumanninum Fernandinho frá Shakhtar Donetsk en liðið greiðir um 30 milljónir punda fyrir þennan 28 ára leikmann.

Það var í raun bara tímaspursmál hvenær leikmaðurinn myndi ganga frá samningi við félagið en hann stóðst læknisskoðun í Manchester fyrr í dag.

Manchester City mun síðan að öllum líkindum ná að klófesta Jesus Navas frá Sevilla á næstu dögum og fer liðið því mikinn á leikmannamarkaðnum í byrjun sumarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×