Fótbolti

Margrét Lára á skotskónum í sigri Kristianstad

Stefán Árni Pálsson skrifar
Margrét Lára skoraði tvö mörk í kvöld.
Margrét Lára skoraði tvö mörk í kvöld. Mynd. / Getty Images

Kristianstad  var ekki í neinum vandræðum með Sunnanå í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu kvenna en liðið vann öruggan sigur 5-1.

Marija Banusic, leikmaður Kristianstad , skoraði fyrsta mark á fyrstu mínútu leiksins en þá var komið að Margréti Láru Viðarsdóttir sem bætti við tveimur mörkum fyrir heimamenn á 14 mínútna kafla.

Josefine Öqvist og Johanna Rasmussen bættu síðan sitthvoru markinu í síðari hálfleiknum. Julia Spetsmark gerði eina mark Sunnanå í leiknum í fyrri hálfleiknum.

Guðný Björk Óðinsdóttir lék allan leikinn fyrir heimastúlkur en Sif Atladóttir var aftur á móti allan tímann á varamannabekknum. Kristianstad er í áttunda sæti deildarinnar með 13 stig.

Jitex vann fínan sigur, 2-1, á Umeå en Katrín Jónsdóttir lék allan leikinn fyrir Umeå.

Umeå er í sjötta sæti deildarinnar með 14 stig en Jitex í því níunda með 8 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×