Handbolti

Alexander frá keppni í fimm mánuði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Alexander brattur eftir aðgerðina.
Alexander brattur eftir aðgerðina. Mynd/Instagram

Alexander Petersson hefur gengist undir skurðaðgerð á öxl til þess að fá bót meina sinn á langvarandi axlarmeiðslum.

Aðgerðin var framkvæmd á ATOS sjúkrastofnuninni í Heidelberg en reiknað er með því að Alexander verði frá æfingum og keppni í fimm mánuði. Hann missir meðal annars af leikjum íslenska landsliðsins gegn Hvíta-Rússlandi og Rúmeníu í undankeppni HM.

„Það fyllir enginn í skarð Alexanders," segir Thorsten Storm, framkvæmdastjóri Rhein-Neckar Löwen á heimasíðu félagsins.

„Alexander hefur ólýsanlegan viljastyrk, gefur aldrei eftir í baráttu, leggur sig allan í verkefni og átti stóran þátt í velgengni Löwen á tímabilinu," segir Storm.

Löwen saknar einnig Zarko Sesum sem verður frá keppni í langan tíma vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×