Íslenski boltinn

Strákarnir benda mér á villurnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Birkir á landsliðsæfingu í gær ásamt Kolbeini Sigþórssyni.
Birkir á landsliðsæfingu í gær ásamt Kolbeini Sigþórssyni. Mynd/Daníel

„Það er mjög gott að vera kominn heim. Það er alltaf gott að komast til Íslands," segir Birkir Bjarnason miðjumaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu.

Birkir ræddi málin á æfingu við blaðamann fyrir æfingu íslenska liðsins á Laugardalsvelli í gær. Birkir ólst upp á Akureyri en flutti ellefu ára gamall til Noregs með fjölskyldu sinni.

„Strákarnir í liðinu láta mig vita af því þegar ég geri villur," segir Birkir um hvernig gangi að skipta yfir í íslenskuna þegar hann hitti landa sína í landsliðinu.

Birkir er samningsbundinn Standard Liege í Belgíu. Hann var þó í láni hjá Pescara á Ítalíu í vetur og spilaði með liðinu í efstu deild þar í landi.

„Mér persónulega gekk mjög vel. Ég fékk mikið að spila og sýna mig. Það var leiðinlegt í lokin að liðið skildi fara niður en ég var persónulega sáttur," segir Birkir. Óvissa ríkir um það hvað verði hjá honum á næstu leiktíð.

„Það skýrist líklega ekki fyrr en um miðjan mánuðinn," segir Birkir. Hann viðurkennir fúslega að honum líki lífið á Ítalíu vel.

„Þetta er náttúrlega frábært líf á Ítalíu en ég er opinn fyrir öllu. En þetta er ekki leiðinleg deild. Það er klárt."


Tengdar fréttir

Sá samviskusami í sambúðinni með Eiði Smára

"Yfirleitt er ég frekar kærulaus týpa og get verið utan við mig og ekki með allt á hreinu. Í herbergissamskiptum okkar Eiðs snýst þetta við," segir landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×