Íslenski boltinn

Miðarnir rjúka út

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Strákarnir okkar treysta á stuðning landsmanna á morgun.
Strákarnir okkar treysta á stuðning landsmanna á morgun. Mynd/Anton

Allt stefnir í að uppselt verði á landsleik Íslands og Slóveníu í undankeppni HM 2014 sem fram fer á Laugardalsvelli annað kvöld.

Laugardalsvöllur tekur um 10 þúsund manns í sæti en þegar hafa yfir 8000 miðar verið seldir. Ómar Smárason, leyfis- og markaðsstjóri KSÍ, sagðist í samtali við Vísi í dag telja líklegt að uppselt yrði á leikinn í dag.

Leikurinn á Laugardalsvelli á morgun hefst klukkan 19.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×