Enski boltinn

Chicharito verður áfram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Javier Hernandez hefur ekki í hyggju að leita annað í sumar. Hann ætlar að berjast fyrir sæti sínu hjá Manchester United.

Þetta segir umboðsmaður hans í samtali við enska fjölmiðla. Hernandez fékk minna að spila í vetur eftir komu Robin van Persie en afrekaði engu að síður að skora tíu mörk í 22 deildarleikjum.

„Hann er mjög ánægður hjá Manchester United. Javier hefur verið þar í þrjú ár og unnið deildina tvívegis. Það eru ekki margir sem geta stært sig af því,“ sagði umboðsmaðurinn.

Að auki eru framherjarnir Wayne Rooney og Danny Welbeck á mála hjá United en enn er óvíst hvort að David Moyes muni kaupa sóknarmann til félagsins í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×