Fótbolti

Emil Atlason hetja Íslands í sigri á Armenum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Emil Atlason í leik með KR.
Emil Atlason í leik með KR. Mynd / Daníel

Íslenska U21 árs landsliðið vann frábæran útisigur, 2-1, á Armeníu í undankeppni Evrópumótsins en leikurinn fór fram í Yerevan.

Kristján Gauti Emilsson fékk fínt færi í upphafi leiksins en skot hans hafnaði í stöng. Það var síðan Emil Atlason sem gerði fyrsta mark leiksins á 43. mínútu og var staðan 1-0 í hálfleik.

Jón Daði Böðvarsson gaf góða sendingu á Emil sem afgreiddi boltann vel í netið. Armenar jöfnuðu metin um tuttugu mínútum fyrir leikslok þegar Ashot Sardaryan skoraði laglegt mark.

Emil Atlason var síðan hetja liðsins rétt fyrir leiklok þegar hann tryggði Íslendingum sigurinn í leiknum.

Ísland er því með fullt hús stiga í riðlinum eftir tvær umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×